Vance með yfirhöndina í kurteisum kappræðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 07:36 Varaforsetaefnin voru kurteis og hófstillt í svörum sínum. AP/Matt Rourke Varaforsetaefnin J.D. Vance og Tim Walz mættust í kappræðum í New York í gær, sem stjórnmálaskýrendur virðast sammála um að hafi verið óvenju kurteisar og fremur óspennandi. Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira