Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2024 19:29 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að árásir Írana í gær gætu verið vendipunktur í stigmögnun í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/Ívar/Getty Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“ Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“
Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira