Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. október 2024 07:00 Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Sjálfsagður stuðningur við fólk í erfiðri stöðu Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu. Á tímum verðbólgu er aftur á móti líka eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandinn sem fyrir höndum er sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmari nýtingu á fjármunum sem nú þegar eru til staðar. Forgangsröðun opinberra fjármuna í fyrsta sinn í sama frumvarpinu Í frumvarpinu fólst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð heldur var lögð til breytt nýting fjármuna sem þegar eru til. Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi. Sanngjarnara fyrirkomulag Það er og verður að sjálfsögðu val hvers og eins að fara í ófrjósemisaðgerðir. Það er þó kannski eðlilegt að þeir sem kjósa að undirgangast slíkar aðgerðir beri að einhverju leyti kostnaðinn sjálfir líkt og við á um aðrar valkvæðar aðgerðir. Kostnaðurinn af slíkum aðgerðum er enda ekki mikill samanborið við kostnað vegna tæknifrjóvgana. Þar fyrir utan segja tölurnar okkur það að yngra fólk fer í meira mæli í tæknifrjóvganir. Eldra fólk, sem er líklegra til að hafa komið fótunum undir sig fjárhagslega, fer í ófrjósemisaðgerðir. Kveð frumvarpið mitt í þágu framgangs málsins Ég var ánægð með þær viðtökur sem frumvarpið fékk á þinginu síðastliðinn vetur. Ég hef aftur á móti ákveðið að falla frá þessu frumvarpi mínu til að koma málinu í nýjan farveg sem ég tel vænlegri til árangurs. Ráðherra líklegri kostur Þannig hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn minni á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum gefið mér vilyrði um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana á þennan hátt sem ég lagði upp með í frumvarpinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna. Ég mun því sleppa tökum mínum af þessu frumvarpi mínu eins vænt og mér þykir um það til að auka líkurnar á því að fókusinn sé á þeim stað sem mun gera mest gagn fyrir fólkið sem þess þarf. Hvatningarkveðja til Willum (með vinsamlegum arnaraugum) Nú er boltinn því hjá ráðherra og ég mun fylgjast spennt en ströng með því hver næstu skref hans á þessari vegferð verða. Ég verð heilbrigðisráðherra eftir sem áður innan handar í þessu verkefni eins og hann kýs og trúi ekki öðru en að samtal okkar um bættan hag fólks sem glímir við ófrjósemi verði áfram gott og gjöfult. Það minnsta sem við í stjórnmálunum getum gert til að aðstoða fólk í því erfiða verkefni sem tæknifrjóvganir eru, er að koma með skynsamlegar lausnir til að hlaupa undir bagga með því fjárhagslega. Ekki skemmir fyrir þegar í slíkum lausnum felst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Ég treysti á að ráðherra sé mér samhuga um þetta og láti efndir fylgja fljótt og vel góðum orðum sínum þess efnis á þinginu og fel honum því hér með frumvarpið mitt með hugheilum árnaðaróskum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Sjálfsagður stuðningur við fólk í erfiðri stöðu Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu. Á tímum verðbólgu er aftur á móti líka eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandinn sem fyrir höndum er sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmari nýtingu á fjármunum sem nú þegar eru til staðar. Forgangsröðun opinberra fjármuna í fyrsta sinn í sama frumvarpinu Í frumvarpinu fólst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð heldur var lögð til breytt nýting fjármuna sem þegar eru til. Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi. Sanngjarnara fyrirkomulag Það er og verður að sjálfsögðu val hvers og eins að fara í ófrjósemisaðgerðir. Það er þó kannski eðlilegt að þeir sem kjósa að undirgangast slíkar aðgerðir beri að einhverju leyti kostnaðinn sjálfir líkt og við á um aðrar valkvæðar aðgerðir. Kostnaðurinn af slíkum aðgerðum er enda ekki mikill samanborið við kostnað vegna tæknifrjóvgana. Þar fyrir utan segja tölurnar okkur það að yngra fólk fer í meira mæli í tæknifrjóvganir. Eldra fólk, sem er líklegra til að hafa komið fótunum undir sig fjárhagslega, fer í ófrjósemisaðgerðir. Kveð frumvarpið mitt í þágu framgangs málsins Ég var ánægð með þær viðtökur sem frumvarpið fékk á þinginu síðastliðinn vetur. Ég hef aftur á móti ákveðið að falla frá þessu frumvarpi mínu til að koma málinu í nýjan farveg sem ég tel vænlegri til árangurs. Ráðherra líklegri kostur Þannig hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn minni á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum gefið mér vilyrði um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana á þennan hátt sem ég lagði upp með í frumvarpinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna. Ég mun því sleppa tökum mínum af þessu frumvarpi mínu eins vænt og mér þykir um það til að auka líkurnar á því að fókusinn sé á þeim stað sem mun gera mest gagn fyrir fólkið sem þess þarf. Hvatningarkveðja til Willum (með vinsamlegum arnaraugum) Nú er boltinn því hjá ráðherra og ég mun fylgjast spennt en ströng með því hver næstu skref hans á þessari vegferð verða. Ég verð heilbrigðisráðherra eftir sem áður innan handar í þessu verkefni eins og hann kýs og trúi ekki öðru en að samtal okkar um bættan hag fólks sem glímir við ófrjósemi verði áfram gott og gjöfult. Það minnsta sem við í stjórnmálunum getum gert til að aðstoða fólk í því erfiða verkefni sem tæknifrjóvganir eru, er að koma með skynsamlegar lausnir til að hlaupa undir bagga með því fjárhagslega. Ekki skemmir fyrir þegar í slíkum lausnum felst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Ég treysti á að ráðherra sé mér samhuga um þetta og láti efndir fylgja fljótt og vel góðum orðum sínum þess efnis á þinginu og fel honum því hér með frumvarpið mitt með hugheilum árnaðaróskum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun