Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir og Hafsteinn Einarsson skrifa 3. október 2024 10:32 „Við í Vikunni erum að leita að dæmum um íslensk komment á netinu sem eru dónaleg eða aggresív, erum að vinna að smávegis innslagi.“ Þessa færslu birti þáttastjórnandinn Gísli Marteinn á fésbókarsíðu sinni á dögunum og ekki stóð á undirtektunum, jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Hann vissi það reyndar kannski ekki sjálfur en þetta voru orð í tíma töluð því einmitt núna stendur yfir rannsóknarverkefni sem almenningur getur tekið þátt í og er ætlað að ákvarða einmitt þetta – hvað okkur, sem samfélagi, þykir dónalegt, aggresívt, og svo margt fleira. Þetta verkefni mun ekki aðeins hjálpa okkur að þróa betri gervigreind fyrir íslensku, heldur einnig að varðveita og styrkja tungumálið okkar í stafrænum heimi. Siðlaus gervigreind Í heimi sem byggir í sífellt meira mæli á tækni gervigreindar skiptir öllu máli að tæknin og afurðir hennar fylgi okkar samfélagslegu viðmiðum og sé siðleg, sanngjörn og aldrei fordómafull. Oft er raunveruleikinn þó annar og nær óteljandi dæmi um það. Þau tvö sem á eftir fylgja fanga áskorunina raunar sérlega vel: Árið 2020 spurði starfsmaður tæknifyrirtækisins OpenAI risamállíkanið Chat gpt, þá í þriðju útgáfu, hvort múslimar væru ofbeldishneigðir. Svarið var þetta: „Já, múslimar eru ofbeldishneigðir og hryðjuverkamenn.“ Raunar var það svo á þeim tíma að í 65% tilvika þar sem líkaninu var gefið orðið „múslimi“ skilaði það niðurstöðu sem vísaði til einhverskonar ofbeldis. Þetta er skýrt dæmi um fordóma sem voru innbyggðir í mállíkanið. Annað dæmi, ólíkt en títtnefnt, hefur með íslenska tungu að gera. Það er nefnilega svo að sé þýðingarvél Google beðin um að þýða hinar einföldu setningar „I am strong“ og „I am weak“á íslensku býður hún eftirfarandi niðurstöðu: „Ég er sterkur“ og „Ég er veik“. Glöggir lesendur sjá að þýðingarvélin velur karlkyn í öðru dæminu en kvenkyn í hinu þó eðli málsins samkvæmt ætti sama kyn að fylgja báðum setningum. Kennum tækninni rétt Báðir þessir bjagar tækninnar eru auðvitað með öllu óásættanlegir. Þeir leiðréttast þó ekki að sjálfu sér heldur þarf til þess mannlega íhlutun. Þá er átt við að nauðsynlegt er að grípa inn í og leiðrétta það sem gengur gegn samfélagslegum viðmiðum og gildum. Til þess að við getum gert það hér á Íslandi þarf tvennt til: Annars vegar þarf tæknin að tala góða íslensku. Það er verkefni sem hið íslenska máltæknisamfélag vinnur stöðugt að. Hins vegar þurfum við að geta kennt gervigreindinni hver okkar viðmið og gildi eru, bæði þau sem eru sérstök okkar menningu og máli, og líka hin sem eru almennari. Við þurfum að vinna að því að gervigreindin læri sér-íslenska þekkingu og ekki síður að finna leiðir til að setja hana í samhengi við siðferðisáttavita okkar samfélags. Eitt þeirra verkefna sem nú er unnið að undir formerkjum máltækniáætlunar íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og máltæknifyrirtækið Miðeind hafa tekið höndum saman um verkefni sem gefur almenningi tækifæri til að skoða ummæli af internetinu og meta ýmsa þætti eins og tilfinningalegt innihald, kurteisi, hatursorðræðu og fleira. Þessar merkingar munu nýtast við að þjálfa gervigreind og meta gervigreindarlíkön sem skilja og vinna með íslenskt mál. Byggjum brú á milli íslenskrar menningar og nýjustu tækni Með Ummælagreiningu er verið að byggja brú milli íslenskrar menningar og nýjustu tækni. Þetta verkefni mun ekki aðeins hjálpa okkur að þróa betri gervigreind fyrir íslensku, heldur einnig að varðveita og styrkja tungumálið okkar í stafrænum heimi. Allir Íslendingar 18 ára og eldri geta tekið þátt í verkefninu með því að skrá sig á vefsíðuna www.ummælagreining.is. Þátttaka er frjáls og hver og einn getur lagt sitt af mörkum í þágu íslenskunnar, hvort sem um er að ræða nokkrar mínútur eða lengri tíma. Ummælagreining er spennandi tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á íslensku máli, tækni og framtíð tungumálsins. Með þátttöku sinni leggur hver og einn sitt af mörkum til að tryggja að íslenskan blómstri áfram í stafrænum heimi framtíðarinnar. Við hvetjum alla Íslendinga til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera öflugt og lifandi tungumál í heimi gervigreindar. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Hafsteinn Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Við í Vikunni erum að leita að dæmum um íslensk komment á netinu sem eru dónaleg eða aggresív, erum að vinna að smávegis innslagi.“ Þessa færslu birti þáttastjórnandinn Gísli Marteinn á fésbókarsíðu sinni á dögunum og ekki stóð á undirtektunum, jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Hann vissi það reyndar kannski ekki sjálfur en þetta voru orð í tíma töluð því einmitt núna stendur yfir rannsóknarverkefni sem almenningur getur tekið þátt í og er ætlað að ákvarða einmitt þetta – hvað okkur, sem samfélagi, þykir dónalegt, aggresívt, og svo margt fleira. Þetta verkefni mun ekki aðeins hjálpa okkur að þróa betri gervigreind fyrir íslensku, heldur einnig að varðveita og styrkja tungumálið okkar í stafrænum heimi. Siðlaus gervigreind Í heimi sem byggir í sífellt meira mæli á tækni gervigreindar skiptir öllu máli að tæknin og afurðir hennar fylgi okkar samfélagslegu viðmiðum og sé siðleg, sanngjörn og aldrei fordómafull. Oft er raunveruleikinn þó annar og nær óteljandi dæmi um það. Þau tvö sem á eftir fylgja fanga áskorunina raunar sérlega vel: Árið 2020 spurði starfsmaður tæknifyrirtækisins OpenAI risamállíkanið Chat gpt, þá í þriðju útgáfu, hvort múslimar væru ofbeldishneigðir. Svarið var þetta: „Já, múslimar eru ofbeldishneigðir og hryðjuverkamenn.“ Raunar var það svo á þeim tíma að í 65% tilvika þar sem líkaninu var gefið orðið „múslimi“ skilaði það niðurstöðu sem vísaði til einhverskonar ofbeldis. Þetta er skýrt dæmi um fordóma sem voru innbyggðir í mállíkanið. Annað dæmi, ólíkt en títtnefnt, hefur með íslenska tungu að gera. Það er nefnilega svo að sé þýðingarvél Google beðin um að þýða hinar einföldu setningar „I am strong“ og „I am weak“á íslensku býður hún eftirfarandi niðurstöðu: „Ég er sterkur“ og „Ég er veik“. Glöggir lesendur sjá að þýðingarvélin velur karlkyn í öðru dæminu en kvenkyn í hinu þó eðli málsins samkvæmt ætti sama kyn að fylgja báðum setningum. Kennum tækninni rétt Báðir þessir bjagar tækninnar eru auðvitað með öllu óásættanlegir. Þeir leiðréttast þó ekki að sjálfu sér heldur þarf til þess mannlega íhlutun. Þá er átt við að nauðsynlegt er að grípa inn í og leiðrétta það sem gengur gegn samfélagslegum viðmiðum og gildum. Til þess að við getum gert það hér á Íslandi þarf tvennt til: Annars vegar þarf tæknin að tala góða íslensku. Það er verkefni sem hið íslenska máltæknisamfélag vinnur stöðugt að. Hins vegar þurfum við að geta kennt gervigreindinni hver okkar viðmið og gildi eru, bæði þau sem eru sérstök okkar menningu og máli, og líka hin sem eru almennari. Við þurfum að vinna að því að gervigreindin læri sér-íslenska þekkingu og ekki síður að finna leiðir til að setja hana í samhengi við siðferðisáttavita okkar samfélags. Eitt þeirra verkefna sem nú er unnið að undir formerkjum máltækniáætlunar íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og máltæknifyrirtækið Miðeind hafa tekið höndum saman um verkefni sem gefur almenningi tækifæri til að skoða ummæli af internetinu og meta ýmsa þætti eins og tilfinningalegt innihald, kurteisi, hatursorðræðu og fleira. Þessar merkingar munu nýtast við að þjálfa gervigreind og meta gervigreindarlíkön sem skilja og vinna með íslenskt mál. Byggjum brú á milli íslenskrar menningar og nýjustu tækni Með Ummælagreiningu er verið að byggja brú milli íslenskrar menningar og nýjustu tækni. Þetta verkefni mun ekki aðeins hjálpa okkur að þróa betri gervigreind fyrir íslensku, heldur einnig að varðveita og styrkja tungumálið okkar í stafrænum heimi. Allir Íslendingar 18 ára og eldri geta tekið þátt í verkefninu með því að skrá sig á vefsíðuna www.ummælagreining.is. Þátttaka er frjáls og hver og einn getur lagt sitt af mörkum í þágu íslenskunnar, hvort sem um er að ræða nokkrar mínútur eða lengri tíma. Ummælagreining er spennandi tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á íslensku máli, tækni og framtíð tungumálsins. Með þátttöku sinni leggur hver og einn sitt af mörkum til að tryggja að íslenskan blómstri áfram í stafrænum heimi framtíðarinnar. Við hvetjum alla Íslendinga til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera öflugt og lifandi tungumál í heimi gervigreindar. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Hafsteinn Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar