Indó lækkar líka vexti Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 15:30 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka. Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.” Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.”
Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira