Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 12:24 Mike Pence, við formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, eftir að þing kom aftur saman þann 6. janúar 2021. AP/öldungadeild Bandaríkjaþings Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. Í nýjum gögnum sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði nýverið fram, kemur fram að Trump og Pence ræddu saman í síma þann 1. janúar 2021, nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sem átti sér stað þann 6. janúar. Þegar þeir ræddu saman þrýsti Trump mjög á Pence að taka þátt í tilraunum Trumps og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna. Þegar Pence neitaði að reyna að stöðva staðfestingu úrslitanna sagði Trump: „Þú ert allt of heiðarlegur.“ Eftir símtalið tísti Trump til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að mæta á mótmæli í Washington DC þann 6. janúar. Smith lagði áðurnefnda greinargerð sem lið í viðleitni hans til að að sækja Trump til saka, þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetar njóti friðhelgi frá dómstólum vegna þess sem þeir gera í starfi. Mike Pence þurfti að flýja þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Smith heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína þegar hann reyndi að snúa úrslitum kosninganna sem frambjóðandi og almennur borgari en ekki forseti Bandaríkjanna. Greinargerðin byggir á miklu leyti á vitnisburði helstu ráðgjafa Trumps á þessum tíma. Sjá einnig: Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pence neitað að styðja Trump í núverandi kosningabaráttu. Þá neita Trump og JD Vance, varaforsetaefni hans, enn að samþykkja það að Trump hafi tapað kosningunum 2020. Í kappræðum Vance og Tim Walz, varaforsetaefnis Kamölu Harris, á dögunum neitaði Vance að segja hvort hann viðurkenndi að Trump hefði tapað 2020. „Þess vegna er Mike Pence ekki á þessu sviði lengur,“ sagði Walz þá. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Í nýjum gögnum sem Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði nýverið fram, kemur fram að Trump og Pence ræddu saman í síma þann 1. janúar 2021, nokkrum dögum fyrir árásina á þinghúsið, sem átti sér stað þann 6. janúar. Þegar þeir ræddu saman þrýsti Trump mjög á Pence að taka þátt í tilraunum Trumps og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna. Þegar Pence neitaði að reyna að stöðva staðfestingu úrslitanna sagði Trump: „Þú ert allt of heiðarlegur.“ Eftir símtalið tísti Trump til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að mæta á mótmæli í Washington DC þann 6. janúar. Smith lagði áðurnefnda greinargerð sem lið í viðleitni hans til að að sækja Trump til saka, þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsetar njóti friðhelgi frá dómstólum vegna þess sem þeir gera í starfi. Mike Pence þurfti að flýja þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að hann yrði hengdur.AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Smith heldur því fram að Trump hafi framið glæpi sína þegar hann reyndi að snúa úrslitum kosninganna sem frambjóðandi og almennur borgari en ekki forseti Bandaríkjanna. Greinargerðin byggir á miklu leyti á vitnisburði helstu ráðgjafa Trumps á þessum tíma. Sjá einnig: Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pence neitað að styðja Trump í núverandi kosningabaráttu. Þá neita Trump og JD Vance, varaforsetaefni hans, enn að samþykkja það að Trump hafi tapað kosningunum 2020. Í kappræðum Vance og Tim Walz, varaforsetaefnis Kamölu Harris, á dögunum neitaði Vance að segja hvort hann viðurkenndi að Trump hefði tapað 2020. „Þess vegna er Mike Pence ekki á þessu sviði lengur,“ sagði Walz þá.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira