Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar 4. október 2024 14:31 Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur aðgengi að raforku ekki batnað en þrátt fyrir að umræða um orkumál hverfist að miklu leyti um hægagang og orkuskort má ekki gleyma því sem vel hefur gengið. Við vestfirðingar duttum aldeilis í ,,heita-pottinn” þegar töluverður jarðhiti fannst á Ísafirði eftir margra ára leit en þrautseigja Orkubús Vestfjarða og mikilvægur stuðningur frá Umhverfis -, orku og loftslagsráðuneytinu skilaði á endanum þessari góðu niðurstöðu. Ef allt gengur að óskum gæti orkan í ísfirska jarðhitanum jafnast á við 6-8 MW virkjun en tekið skal fram að enn er óvissa með endanlega orku sem hægt er að ná úr þessum jarðhita. Á Patreksfirði fannst einnig jarðhiti sem gæti nýst til húshitunar og víðar á Vestfjörðum er verið að skoða tækifæri til að nýta jarðhita til verðmætasköpunar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá aukin stuðning við jarðhitaleit á síðustu árum um allt land sem á eftir að skila sér margfalt til baka eins og sýnir sig á Ísafirði. Og þrátt fyrir áskoranir í raforkumálum hafa vestfirsk fyrirtæki fjárfest í orkuskiptaverkefnum fyrir hundruði milljóna króna á síðustu árum. Þannig hafa þau skipt út þúsundum lítra af olíu fyrir íslenska raforku með dyggum stuðning úr Orkusjóði. Stuðningur Orkusjóðs er skilvirkasta leiðin til að raungera orkuskiptaverkefni en framlög í sjóðinn hafa verið aukin á síðustu árum. Þessi viðleitni vestfirskra fyrirtækja til að minnka olíunotkun og auka notkun á raforku sýnir enn betur þörfina á meiri orkuöflun og bættu flutningskerfi. Nýlega var samþykkt á Alþingi, heimild til að auka afl núverandi virkjanna án þess að þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar sem vonandi skilar sér í auknu framboði af orku á næstu árum. Áframhaldandi verðmætasköpun á grunni sjálfbærra orku er ein besta leiðin til að viðhalda lífsgæðum og auka velsæld. Það eru góðar fréttir fyrir okkur vestfirðinga sem getum auðveldlega borað eftir meira af heitu vatni og beislað vatnsafl því það er nóg orka á Vestfjörðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Ísafjarðarbær Jarðhiti Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi. Á sama tíma hefur aðgengi að raforku ekki batnað en þrátt fyrir að umræða um orkumál hverfist að miklu leyti um hægagang og orkuskort má ekki gleyma því sem vel hefur gengið. Við vestfirðingar duttum aldeilis í ,,heita-pottinn” þegar töluverður jarðhiti fannst á Ísafirði eftir margra ára leit en þrautseigja Orkubús Vestfjarða og mikilvægur stuðningur frá Umhverfis -, orku og loftslagsráðuneytinu skilaði á endanum þessari góðu niðurstöðu. Ef allt gengur að óskum gæti orkan í ísfirska jarðhitanum jafnast á við 6-8 MW virkjun en tekið skal fram að enn er óvissa með endanlega orku sem hægt er að ná úr þessum jarðhita. Á Patreksfirði fannst einnig jarðhiti sem gæti nýst til húshitunar og víðar á Vestfjörðum er verið að skoða tækifæri til að nýta jarðhita til verðmætasköpunar. Það er virkilega ánægjulegt að sjá aukin stuðning við jarðhitaleit á síðustu árum um allt land sem á eftir að skila sér margfalt til baka eins og sýnir sig á Ísafirði. Og þrátt fyrir áskoranir í raforkumálum hafa vestfirsk fyrirtæki fjárfest í orkuskiptaverkefnum fyrir hundruði milljóna króna á síðustu árum. Þannig hafa þau skipt út þúsundum lítra af olíu fyrir íslenska raforku með dyggum stuðning úr Orkusjóði. Stuðningur Orkusjóðs er skilvirkasta leiðin til að raungera orkuskiptaverkefni en framlög í sjóðinn hafa verið aukin á síðustu árum. Þessi viðleitni vestfirskra fyrirtækja til að minnka olíunotkun og auka notkun á raforku sýnir enn betur þörfina á meiri orkuöflun og bættu flutningskerfi. Nýlega var samþykkt á Alþingi, heimild til að auka afl núverandi virkjanna án þess að þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar sem vonandi skilar sér í auknu framboði af orku á næstu árum. Áframhaldandi verðmætasköpun á grunni sjálfbærra orku er ein besta leiðin til að viðhalda lífsgæðum og auka velsæld. Það eru góðar fréttir fyrir okkur vestfirðinga sem getum auðveldlega borað eftir meira af heitu vatni og beislað vatnsafl því það er nóg orka á Vestfjörðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar