Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson skrifar 5. október 2024 12:03 Allir vita að bankarnir hafa grætt mikið á þeim úrræðum sem Seðlabankinn hefur beitt gegn verðbólgunni. Hávaxtastefnan hefur verið megininntak þessara aðgerða Seðlabankans. Bankarnir hafa skilað methagnaði síðustu ár og það skilar sér síðan til stjórnenda bankanna í auknum bónusum og miklum ávinningi af kaupréttarsamningum. Skuldug heimili hafa hins vegar tekið á sig verulega auknar byrðar, sem eru ígildi heiftarlega aukinnar skattheimtu. Þær byrðar hafa lagst með mestum þunga á heimili tekjulágra og millihópa. En það eru fleiri en bankamenn sem hafa grætt á háu vaxtastigi undanfarin misseri. Þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur hafa grætt stórlega, en það er eignamesta fólkið í landinu, þau ríkustu. Þetta kemur fram í uppgjöri Hagstofunnar á þróun tekjuliða á árinu 2023, sem nýlega var birt. Niðurstaða Hagstofunnar var að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,9% á síðasta ári (sjá hér). Þegar skoðað er niðurbrot á þeim tekjuliðum sem mynda ráðstöfunartekjur heimilanna þá kemur í ljós að það eru ekki atvinnutekjur launafólks sem eru að skapa þessa aukningu ráðstöfunartekna heldur eignatekjur þeirra ríkustu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum Hagstofunnar. Tölurnar Hagstofunnar eru á verðlagi hvers árs en hér eru þær á föstu verðlagi. Verðbólga var um 8,8% á árinu 2023. Atvinnutekjur (sem eru helstu tekjur launafólks) jukust aðeins um 0,1% umfram verðlag en fjármagnstekjur eignafólks jukust um 11,8% umfram verðbólgu. Kaupmáttur launavísitölunnar stóð að mestu leyti í stað á árinu 2023, sem skýrir litla aukningu á kaupmætti atvinnutekna. Aðrar tekjur (lífeyrir og bætur) jukust einungis um 0,8% umfram verðlag. Það er því augljóslega mikill vöxtur fjármagnstekna (eignatekna) sem er uppistaðan í mældri aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna. Þegar kafað er nánar ofaní hvaða þættir fjármagnstekna jukust mest á árinu þá voru það vaxtatekjur. Þetta sýnir vel mismunandi áhrif hagstjórnar Seðlabankans og stjórnvalda á tekjuhópa og stéttir samfélagsins. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Efnahagsmál Tekjur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Allir vita að bankarnir hafa grætt mikið á þeim úrræðum sem Seðlabankinn hefur beitt gegn verðbólgunni. Hávaxtastefnan hefur verið megininntak þessara aðgerða Seðlabankans. Bankarnir hafa skilað methagnaði síðustu ár og það skilar sér síðan til stjórnenda bankanna í auknum bónusum og miklum ávinningi af kaupréttarsamningum. Skuldug heimili hafa hins vegar tekið á sig verulega auknar byrðar, sem eru ígildi heiftarlega aukinnar skattheimtu. Þær byrðar hafa lagst með mestum þunga á heimili tekjulágra og millihópa. En það eru fleiri en bankamenn sem hafa grætt á háu vaxtastigi undanfarin misseri. Þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur hafa grætt stórlega, en það er eignamesta fólkið í landinu, þau ríkustu. Þetta kemur fram í uppgjöri Hagstofunnar á þróun tekjuliða á árinu 2023, sem nýlega var birt. Niðurstaða Hagstofunnar var að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,9% á síðasta ári (sjá hér). Þegar skoðað er niðurbrot á þeim tekjuliðum sem mynda ráðstöfunartekjur heimilanna þá kemur í ljós að það eru ekki atvinnutekjur launafólks sem eru að skapa þessa aukningu ráðstöfunartekna heldur eignatekjur þeirra ríkustu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum Hagstofunnar. Tölurnar Hagstofunnar eru á verðlagi hvers árs en hér eru þær á föstu verðlagi. Verðbólga var um 8,8% á árinu 2023. Atvinnutekjur (sem eru helstu tekjur launafólks) jukust aðeins um 0,1% umfram verðlag en fjármagnstekjur eignafólks jukust um 11,8% umfram verðbólgu. Kaupmáttur launavísitölunnar stóð að mestu leyti í stað á árinu 2023, sem skýrir litla aukningu á kaupmætti atvinnutekna. Aðrar tekjur (lífeyrir og bætur) jukust einungis um 0,8% umfram verðlag. Það er því augljóslega mikill vöxtur fjármagnstekna (eignatekna) sem er uppistaðan í mældri aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna. Þegar kafað er nánar ofaní hvaða þættir fjármagnstekna jukust mest á árinu þá voru það vaxtatekjur. Þetta sýnir vel mismunandi áhrif hagstjórnar Seðlabankans og stjórnvalda á tekjuhópa og stéttir samfélagsins. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun