Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 18:38 Fellibylurinn Milton hefur safnað krafti á undraverðum hraða. AP/NOAA Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. Talið er að fellibylurinn muni ná landi í Flórída á miðvikudagskvöld og eru embættismenn þegar byrjaðir að byrja fólk um að flýja svæðið þar sem talið er að Milton muni ná landi. „Þetta óveður, lítur út eins og það gæti verið mun verra en Helena,“ hefur CNN eftir Jim Boyd, þingmanni á ríkisþingi Flórída. Hann sagði fólki að flýja, ef það væri á svæði sem ætti að rýma og ekki taka neina sénsa. Þetta yrði líklega lífshættulegt óveður. Embættismenn hafa varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að fjóra metra, gangi spár eftir. Milton fór frá því að vera skilgreindur sem óveður í að verða kröftugasti fellibylur ársins á einungis sólarhring. Undraverða styrkingu Miltons má rekja til óvenjulega hlýs Karíbahafs en fellibyljir draga í einföldu máli sagt, í sig kraft úr hlýjum sjó. Hér að neðan má sjá hreyfimynd sem sýnir glögglega hvernig Milton hefur safnað krafti og stækkað á síðasta sólarhring. From tropical storm to Category 5 hurricane in 24 hours.Hurricane Milton underwent simply astonishing rapid intensification. pic.twitter.com/LhwNfUIAtO— CIRA (@CIRA_CSU) October 7, 2024 Til að vera skilgreindur sem fimmta stigs, þarf vindhraði fellibyls að vera meiri en sjötíu metrar á sekúndu. Einungis sjö fellibyljir hafa náð fimmta stigi á þessum hraða og einungis einn hefur gert það hraðar en Milton, samkvæmt frétt Washington Post. Þá er Milton sagður vera kröftugasti fellibylurinn sem myndast hefur svo seint á árinu á Mexíkóflóa frá 1966. Þegar kemur að vindstyrk, er fellibylurinn í fjórða sæti síðan mælingar hófust. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Talið er að fellibylurinn muni ná landi í Flórída á miðvikudagskvöld og eru embættismenn þegar byrjaðir að byrja fólk um að flýja svæðið þar sem talið er að Milton muni ná landi. „Þetta óveður, lítur út eins og það gæti verið mun verra en Helena,“ hefur CNN eftir Jim Boyd, þingmanni á ríkisþingi Flórída. Hann sagði fólki að flýja, ef það væri á svæði sem ætti að rýma og ekki taka neina sénsa. Þetta yrði líklega lífshættulegt óveður. Embættismenn hafa varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að fjóra metra, gangi spár eftir. Milton fór frá því að vera skilgreindur sem óveður í að verða kröftugasti fellibylur ársins á einungis sólarhring. Undraverða styrkingu Miltons má rekja til óvenjulega hlýs Karíbahafs en fellibyljir draga í einföldu máli sagt, í sig kraft úr hlýjum sjó. Hér að neðan má sjá hreyfimynd sem sýnir glögglega hvernig Milton hefur safnað krafti og stækkað á síðasta sólarhring. From tropical storm to Category 5 hurricane in 24 hours.Hurricane Milton underwent simply astonishing rapid intensification. pic.twitter.com/LhwNfUIAtO— CIRA (@CIRA_CSU) October 7, 2024 Til að vera skilgreindur sem fimmta stigs, þarf vindhraði fellibyls að vera meiri en sjötíu metrar á sekúndu. Einungis sjö fellibyljir hafa náð fimmta stigi á þessum hraða og einungis einn hefur gert það hraðar en Milton, samkvæmt frétt Washington Post. Þá er Milton sagður vera kröftugasti fellibylurinn sem myndast hefur svo seint á árinu á Mexíkóflóa frá 1966. Þegar kemur að vindstyrk, er fellibylurinn í fjórða sæti síðan mælingar hófust.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24
„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35