„Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 22:29 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. Í útvarpsviðtali sem hann fór í í dag, sagði Trump fólk sem væri ólöglega í Bandaríkjunum og hefðu framið morð, gerðu það vegna gena þeirra. „Það er mikið af slæmum genum í landinu okkar,“ sagði Trump svo í kjölfarið og hélt hann því fram að „þau“ hefðu hleypt 425 þúsund glæpamönnum inn í Bandaríkin. Trump rants about Kamala Harris and migrants to Hugh Hewitt and says, "we got a lot of bad genes in our country right now" pic.twitter.com/ybKFF9TDf3— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2024 Þar var hann, samkvæmt frétt Washington Post, að vísa í nýjar tölur sem opinberaðar voru á bandaríska þinginu en Trump og bandamenn hans halda því fram að Joe Biden, forseti, og Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hafi hleypt þrettán þúsund ólöglegum innflytjendum með morðdóm á bakinu inn í Bandaríkin. Þá hafi 425 ólöglegum innflytjendum með dóm á bakinu verið hleypt inn í landið. Þessar tölur eru þó sagðar ná áratugi aftur í tímann, löngu áður en Biden tók við embætti af Trump sjálfum og spannar tölfræðin einnig forsetatíð hans. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti, eins og farið er yfir í frétt AP fréttaveitunnar. Hann hefur ítrekað lýst þeim sem „dýrum“, morðingjum og annars konar glæpamönnum. Þá hefur hann einnig haldið því fram að þetta fólk sé að breyta Bandaríkjunum til hins verra. Í fyrra sagði hann til að mynda að ólöglegir innflytjendur „eitruðu blóð“ Bandaríkjanna, sem er orðræða sem einu sinni var notuð af Adolf Hitler. Trump sagðist eftir á ekki hafa vitað af því. Árið 2020, þegar hann var á kosningafundi í Minnesota, þar sem íbúar eru langflestir hvítir á hörund, hrósaði hann gestum fundarins og öllum íbúum ríkisins fyrir „góð gen“ þeirra. Þá hefur Trump, JD Vance, varaforsetaefni hans, og aðrir bandamenn hans ítrekað logið því á undanförnum vikum að innflytjendur frá Haíti, sem eru löglega í Bandaríkjunum, séu að éta gæludýr fólks. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Í yfirlýsingu frá framboði Trumps segir að hann hafi eingöngu verið að tala um morðingja að þessu sinni, ekki allt farand- og flóttafólk. Reiður og röflandi Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að Trump sé reiðari á kosningafundum og annars staðar en hann hefur verið áður og að hann röfli mikið. Í frétt New York Times segir að það hafi vakið upp spurningar um aldur hans en Trump er 78 ára gamall. Trump stærði sig nýverið af því að áhorfendur á kappræðum hans og Kamölu Harris, hafi ærst af ánægju vegna ummæla hans. Kappræðurnar fóru þó fram í tómum sal en þetta sagði Trump viku eftir að kappræðurnar fóru fram. Sjá einnig: Trump vígreifur en veit betur Þá fer Trump ítrekað úr einu í annað og klárar oft ekki setningar sínar. Hann hefur haldið langar einræður um hákarla, golf og ýmislegt annað, eins og „fallegan líkama“ sinn. Hann hefur einnig talað eins og hann sé í framboði gegn Joe Biden, sem steig til hliðar vegna aldurs fyrir fimm vikum áður en Trump talaði síðast eins og Biden væri enn í framboði. Trump er einnig orðinn töluvert neikvæðari en hann hefur verið og blótar mun oftar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Í útvarpsviðtali sem hann fór í í dag, sagði Trump fólk sem væri ólöglega í Bandaríkjunum og hefðu framið morð, gerðu það vegna gena þeirra. „Það er mikið af slæmum genum í landinu okkar,“ sagði Trump svo í kjölfarið og hélt hann því fram að „þau“ hefðu hleypt 425 þúsund glæpamönnum inn í Bandaríkin. Trump rants about Kamala Harris and migrants to Hugh Hewitt and says, "we got a lot of bad genes in our country right now" pic.twitter.com/ybKFF9TDf3— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2024 Þar var hann, samkvæmt frétt Washington Post, að vísa í nýjar tölur sem opinberaðar voru á bandaríska þinginu en Trump og bandamenn hans halda því fram að Joe Biden, forseti, og Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hafi hleypt þrettán þúsund ólöglegum innflytjendum með morðdóm á bakinu inn í Bandaríkin. Þá hafi 425 ólöglegum innflytjendum með dóm á bakinu verið hleypt inn í landið. Þessar tölur eru þó sagðar ná áratugi aftur í tímann, löngu áður en Biden tók við embætti af Trump sjálfum og spannar tölfræðin einnig forsetatíð hans. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti, eins og farið er yfir í frétt AP fréttaveitunnar. Hann hefur ítrekað lýst þeim sem „dýrum“, morðingjum og annars konar glæpamönnum. Þá hefur hann einnig haldið því fram að þetta fólk sé að breyta Bandaríkjunum til hins verra. Í fyrra sagði hann til að mynda að ólöglegir innflytjendur „eitruðu blóð“ Bandaríkjanna, sem er orðræða sem einu sinni var notuð af Adolf Hitler. Trump sagðist eftir á ekki hafa vitað af því. Árið 2020, þegar hann var á kosningafundi í Minnesota, þar sem íbúar eru langflestir hvítir á hörund, hrósaði hann gestum fundarins og öllum íbúum ríkisins fyrir „góð gen“ þeirra. Þá hefur Trump, JD Vance, varaforsetaefni hans, og aðrir bandamenn hans ítrekað logið því á undanförnum vikum að innflytjendur frá Haíti, sem eru löglega í Bandaríkjunum, séu að éta gæludýr fólks. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Í yfirlýsingu frá framboði Trumps segir að hann hafi eingöngu verið að tala um morðingja að þessu sinni, ekki allt farand- og flóttafólk. Reiður og röflandi Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að Trump sé reiðari á kosningafundum og annars staðar en hann hefur verið áður og að hann röfli mikið. Í frétt New York Times segir að það hafi vakið upp spurningar um aldur hans en Trump er 78 ára gamall. Trump stærði sig nýverið af því að áhorfendur á kappræðum hans og Kamölu Harris, hafi ærst af ánægju vegna ummæla hans. Kappræðurnar fóru þó fram í tómum sal en þetta sagði Trump viku eftir að kappræðurnar fóru fram. Sjá einnig: Trump vígreifur en veit betur Þá fer Trump ítrekað úr einu í annað og klárar oft ekki setningar sínar. Hann hefur haldið langar einræður um hákarla, golf og ýmislegt annað, eins og „fallegan líkama“ sinn. Hann hefur einnig talað eins og hann sé í framboði gegn Joe Biden, sem steig til hliðar vegna aldurs fyrir fimm vikum áður en Trump talaði síðast eins og Biden væri enn í framboði. Trump er einnig orðinn töluvert neikvæðari en hann hefur verið og blótar mun oftar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. 6. október 2024 00:16
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24
Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3. október 2024 09:01
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent