Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 09:55 Nóbelverðlaunahafarnir í eðlisfræði árið 2024 eru John Hopfield og Geoffrey Hinton. Sænska vísindaakademían Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega. Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú klukkan 9:45. BREAKING NEWSThe Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2024 #NobelPrize in Physics to John J. Hopfield and Geoffrey E. Hinton “for foundational discoveries and inventions that enable machine learning with artificial neural networks.” pic.twitter.com/94LT8opG79— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2024 Í tilkynningu frá Sænsku vísindaakademíunni segir að báðir vísindamennirnir hafi notað tól eðlisfræðinnar til þess að þróað aðferðir sem lögðu grunninn að öflugu vélrænu námi samtímans. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að Hopfield og Hinton virðist fá Nóbelsverðlaunin sem viðurkenningu á að þeir hafi verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skrefin að því sem varð að gervigreinarfræðum. „Þeir hafa báðir haft gífurleg áhrif. Báðir voru að vinna að gervigreindartengdum hlutum mjög snemma í fæðingu þessa gervigreindarsviðs,“ segir Hafsteinn. Sérstaklega er vísað til svonefnds Hopfield-nets sem kennt er við Hopfield. Hafsteinn lýsir því sem fræðilegu neti gervitauganóða þar sem hægt er að vista og kalla fram minningar í frjálslegum skilningi þess orðs. „Þau hafa haft gífurleg áhrif, sérstaklega í tölvunarfræði og gervigreind. Fólk hefur í seinni tíð verið að þróa nýrri og öflugri gervigreindarlíkön sem meðal annars byggja á Hopfield-netum. Þau eru ekki aðalundirstaðan í þeirri gervigreind sem er verið að nota í dag en það er ákveðnar tengingar á milli,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2 Hinton, sem Hafsteinn segir að sé kallaður einn þriggja guðfeðra gervigreindartækninnar, er þekktastur fyrir að hafa þróað reiknirit sem er notað til þess að þjálfa djúptauganet. Nóbelsnefndin talar um Boltzmann-vélar sem Hinton þróaði og byggði á Hopfield-neti. Hafsteinn segir Boltzmann-vélina tauganetsnálgun til þess að læra tengingar á milli gagna. Djúptauganet eru sögð henta vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á flóknu og miklu gagnamagni, í grein sem birtist á Vísindavefnum um vélrænt nám í fyrra. Slík gervitauganet virki einkum vel þegar óljóst sé hvaða reglum og aðferðum mætti beita við að finna ákveðin merki í gögnum, til dæmis hvort ákveðna hluti megi finna á myndum eða hvort hljóðupptökusafn innihaldi ákveðin hljóð eða orð. Þá séu gervitauganetin mótuð með völdu safni gagna með þar til gerðum reikniaðgerðum, og sé það kallað „nám“ eða „þjálfun“ gervitauganetsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Kanada Bretland Tengdar fréttir Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega. Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú klukkan 9:45. BREAKING NEWSThe Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2024 #NobelPrize in Physics to John J. Hopfield and Geoffrey E. Hinton “for foundational discoveries and inventions that enable machine learning with artificial neural networks.” pic.twitter.com/94LT8opG79— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2024 Í tilkynningu frá Sænsku vísindaakademíunni segir að báðir vísindamennirnir hafi notað tól eðlisfræðinnar til þess að þróað aðferðir sem lögðu grunninn að öflugu vélrænu námi samtímans. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að Hopfield og Hinton virðist fá Nóbelsverðlaunin sem viðurkenningu á að þeir hafi verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skrefin að því sem varð að gervigreinarfræðum. „Þeir hafa báðir haft gífurleg áhrif. Báðir voru að vinna að gervigreindartengdum hlutum mjög snemma í fæðingu þessa gervigreindarsviðs,“ segir Hafsteinn. Sérstaklega er vísað til svonefnds Hopfield-nets sem kennt er við Hopfield. Hafsteinn lýsir því sem fræðilegu neti gervitauganóða þar sem hægt er að vista og kalla fram minningar í frjálslegum skilningi þess orðs. „Þau hafa haft gífurleg áhrif, sérstaklega í tölvunarfræði og gervigreind. Fólk hefur í seinni tíð verið að þróa nýrri og öflugri gervigreindarlíkön sem meðal annars byggja á Hopfield-netum. Þau eru ekki aðalundirstaðan í þeirri gervigreind sem er verið að nota í dag en það er ákveðnar tengingar á milli,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2 Hinton, sem Hafsteinn segir að sé kallaður einn þriggja guðfeðra gervigreindartækninnar, er þekktastur fyrir að hafa þróað reiknirit sem er notað til þess að þjálfa djúptauganet. Nóbelsnefndin talar um Boltzmann-vélar sem Hinton þróaði og byggði á Hopfield-neti. Hafsteinn segir Boltzmann-vélina tauganetsnálgun til þess að læra tengingar á milli gagna. Djúptauganet eru sögð henta vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á flóknu og miklu gagnamagni, í grein sem birtist á Vísindavefnum um vélrænt nám í fyrra. Slík gervitauganet virki einkum vel þegar óljóst sé hvaða reglum og aðferðum mætti beita við að finna ákveðin merki í gögnum, til dæmis hvort ákveðna hluti megi finna á myndum eða hvort hljóðupptökusafn innihaldi ákveðin hljóð eða orð. Þá séu gervitauganetin mótuð með völdu safni gagna með þar til gerðum reikniaðgerðum, og sé það kallað „nám“ eða „þjálfun“ gervitauganetsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Kanada Bretland Tengdar fréttir Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40