Hvernig líður þér í vinnunni? Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 9. október 2024 13:33 Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Stjórnun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun