Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar 10. október 2024 15:02 Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Háskólar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar, þar sem meðalaldur sjúkraliða er 48,9 ár en meðalaldur hjúkrunarfræðinga er 45,2 ár. Miðgildi aldurs (þar sem helmingur hópsins er yngri og helmingur eldri) er 50,5 ár hjá sjúkraliðum en 45 ár hjá hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir aldursdreifingu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga 67 ára og yngri Þessi aldursdreifing gefur vísbendingar um áskoranir sem sjúkraliðastéttin stendur frammi fyrir, hvað varðar nýliðun. Þar sem meðalaldur sjúkraliða er tiltölulega hár, þarf að leggja aukna áherslu á að bæta nýliðun innan stéttarinnar til að tryggja að heilbrigðiskerfið fái stöðuga innspýtingu af ungu og vel menntuðu starfsfólki. Áhrif þess að sjúkraliðar fara í hjúkrunarfræði Athygli vekur að 531 einstaklingur yngri en 67 ára hefur lokið bæði sjúkraliða- og hjúkrunarfræðinámi. Þessi þróun, þar sem sjúkraliðar fara úr stéttinni og bæta við sig hjúkrunarfræðinámi, er mjög óhagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með því að missa reynda sjúkraliða yfir í hjúkrunarfræðistörf er hætta á að mikilvæg þekking og reynsla tapist í stétt sjúkraliða, sem annars veitir grunnþjónustu í hjúkrun og umönnun. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar gegna ólíkum hlutverkum innan heilbrigðisstofnana. Hjúkrunarfræðingar eru oft ábyrgar fyrir flóknari læknisfræðilegum ákvörðunum og eftirliti, á meðan sjúkraliðar sinna mikilvægum grundvallarverkefnum á sviði hjúkrunar og umönnunar. Ef of margir sjúkraliðar hverfa yfir í hjúkrunarfræðistörf getur það valdið ójafnvægi í verkaskiptingu innan stofnana, þar sem skortur verður á starfsfólki sem sinnir grunnþjónustu. Með því að missa sjúkraliða úr stéttinni, er hætt við að samhæfing á milli þessara tveggja stétta veikist. Á meðan hjúkrunarfræðingar sinna sérhæfðari hlutverkum er mikilvægt að hafa sterka sjúkraliða til að styðja við almenna hjúkrun. Þessi samvinna er mikilvæg fyrir gæði þjónustunnar, en fækkun á sjúkraliðum getur veikt þetta samstarf og leitt til enn meiri pressu á hjúkrunarfræðinga. Framþróun starfa og teymisstjórastöður fyrir sjúkraliða Forysta Sjúkraliðafélags Íslands beitti sér fyrir því að koma á fót fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða, sem nú er kennt á tveimur kjörsviðum við Háskólann á Akureyri, þ.e. samfélagsgeðhjúkrun og öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta nám er hannað til að veita sjúkraliðum þá sérhæfingu og auknu hæfni sem þarf til að sinna fjölbreyttari og ábyrgðarmeiri störfum innan stéttarinnar. Mikilvægt er að námið endurspegli áherslur stjórnvalda og breytt hlutverk sjúkraliða, sem felur meðal annars í sér að þeir geti gefið ákveðin lyf samkvæmt verklagsreglum heilbrigðisstofnana, þar á meðal lyf sem eru gefin undir húð og í vöðva, auk þess að sinna blóðtöku, uppsetningu þvagleggja og æðaleggja og fleira. Í stað þess að missa reynda sjúkraliða yfir í aðra stétt, ætti kerfið að leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir sjúkraliða til framþróunar innan stéttarinnar. Sérsniðið viðbótarnám fyrir sjúkraliða, sem veitir þeim tækifæri til að taka á sig fleiri ábyrgðarmikil verkefni, er lykilatriði í að halda sjúkraliðum innan stéttarinnar og auka nýliðun. Sérstaklega má horfa til þess að sjúkraliðar, sem hafa lokið viðbótarnámi, taki að sér teymisstjórastöður t.d. á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þannig geta sjúkraliðar, sem hafa aflað sér víðtækri reynslu og aukið við menntun sína, nýtt hæfileika sína og bætt gæði þjónustunnar sem veitt er. Slíkar leiðir til starfsframa munu stuðla að því að sjúkraliðar finni til sín í þeim störfum sem þeir sinna í samræmi við viðbótarmenntun sína og hverfa síður úr sjúkraliðastéttinni yfir í hjúkrunarfræðina. Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á komandi árum, ekki síst vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar eftirspurnar eftir hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Með því að styrkja stöðu sjúkraliða og skapa fleiri tækifæri fyrir þá til framþróunar í starfi er hægt að tryggja að kerfið sé betur undirbúið til að mæta þessum áskorunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun