Hver á að mennta barnið mitt? Ólöf Ása Benediktsdóttir skrifar 10. október 2024 16:33 Ég fagna allri málefnalegri umræðu um menntamál og ég vil bestu hugsanlegu menntun fyrir börnin mín, þar á meðal fyrir son minn sem gengur í Lundarskóla á Akureyri. Sem kennari og núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla vil ég einnig að skólinn minn sé framúrskarandi skóli og að nemendur okkar fái gæða menntun. Sem skólamanneskja hef ég tekið þátt í umræðu undanfarið um gæði menntunar, læsi, agamál, símanotkun í skólum, líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna, vopnaburð, traust og samstarf á milli heimila og skóla og vinnutengda streitu kennara. Ég raunverulega fagna allri málefnalegri umræðu og er sannfærð um að með samstarfi skóla og heimila getum við náð árangri á öllum sviðum menntunar og farsældar barna. Ég hef hins vegar sjaldan lagt orð í belg þegar kemur að kjaramálum kennara. Ég hef oft upplifað að umræðan sé ósanngjörn, óvægin og leiðinleg þegar kemur að kjörum kennara og ég hef frekar viljað beita mér í umræðu um faglegt skólastarf. En þegar staðreyndin er sú að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum á almennum vinnumarkaði um tæp 40%, þrátt fyrir auknar kröfur um menntun og aukið vinnuálag, þá er tími til kominn að láta heyra í sér. Verkföllin sem nú hafa verið tilkynnt í níu skólum um allt land eru neyðarúrræði stéttar sem fær ekki störf sín metin að verðleikum. Þetta er úthugsuð aðgerð og þeir skólar sem taka þátt standa vaktina fyrir okkur hin. Ég vona innilega að það takist að semja áður en til verkfalla kemur en ef ekki þá stend ég með öllum kennurum, sérstaklega kennurum í Lundarskóla á Akureyri. Höfundur er foreldri í Lundarskóla og skólastjóri Hrafnagilsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Akureyri Grunnskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna allri málefnalegri umræðu um menntamál og ég vil bestu hugsanlegu menntun fyrir börnin mín, þar á meðal fyrir son minn sem gengur í Lundarskóla á Akureyri. Sem kennari og núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla vil ég einnig að skólinn minn sé framúrskarandi skóli og að nemendur okkar fái gæða menntun. Sem skólamanneskja hef ég tekið þátt í umræðu undanfarið um gæði menntunar, læsi, agamál, símanotkun í skólum, líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna, vopnaburð, traust og samstarf á milli heimila og skóla og vinnutengda streitu kennara. Ég raunverulega fagna allri málefnalegri umræðu og er sannfærð um að með samstarfi skóla og heimila getum við náð árangri á öllum sviðum menntunar og farsældar barna. Ég hef hins vegar sjaldan lagt orð í belg þegar kemur að kjaramálum kennara. Ég hef oft upplifað að umræðan sé ósanngjörn, óvægin og leiðinleg þegar kemur að kjörum kennara og ég hef frekar viljað beita mér í umræðu um faglegt skólastarf. En þegar staðreyndin er sú að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum á almennum vinnumarkaði um tæp 40%, þrátt fyrir auknar kröfur um menntun og aukið vinnuálag, þá er tími til kominn að láta heyra í sér. Verkföllin sem nú hafa verið tilkynnt í níu skólum um allt land eru neyðarúrræði stéttar sem fær ekki störf sín metin að verðleikum. Þetta er úthugsuð aðgerð og þeir skólar sem taka þátt standa vaktina fyrir okkur hin. Ég vona innilega að það takist að semja áður en til verkfalla kemur en ef ekki þá stend ég með öllum kennurum, sérstaklega kennurum í Lundarskóla á Akureyri. Höfundur er foreldri í Lundarskóla og skólastjóri Hrafnagilsskóla.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar