Hver á að mennta barnið mitt? Ólöf Ása Benediktsdóttir skrifar 10. október 2024 16:33 Ég fagna allri málefnalegri umræðu um menntamál og ég vil bestu hugsanlegu menntun fyrir börnin mín, þar á meðal fyrir son minn sem gengur í Lundarskóla á Akureyri. Sem kennari og núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla vil ég einnig að skólinn minn sé framúrskarandi skóli og að nemendur okkar fái gæða menntun. Sem skólamanneskja hef ég tekið þátt í umræðu undanfarið um gæði menntunar, læsi, agamál, símanotkun í skólum, líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna, vopnaburð, traust og samstarf á milli heimila og skóla og vinnutengda streitu kennara. Ég raunverulega fagna allri málefnalegri umræðu og er sannfærð um að með samstarfi skóla og heimila getum við náð árangri á öllum sviðum menntunar og farsældar barna. Ég hef hins vegar sjaldan lagt orð í belg þegar kemur að kjaramálum kennara. Ég hef oft upplifað að umræðan sé ósanngjörn, óvægin og leiðinleg þegar kemur að kjörum kennara og ég hef frekar viljað beita mér í umræðu um faglegt skólastarf. En þegar staðreyndin er sú að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum á almennum vinnumarkaði um tæp 40%, þrátt fyrir auknar kröfur um menntun og aukið vinnuálag, þá er tími til kominn að láta heyra í sér. Verkföllin sem nú hafa verið tilkynnt í níu skólum um allt land eru neyðarúrræði stéttar sem fær ekki störf sín metin að verðleikum. Þetta er úthugsuð aðgerð og þeir skólar sem taka þátt standa vaktina fyrir okkur hin. Ég vona innilega að það takist að semja áður en til verkfalla kemur en ef ekki þá stend ég með öllum kennurum, sérstaklega kennurum í Lundarskóla á Akureyri. Höfundur er foreldri í Lundarskóla og skólastjóri Hrafnagilsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Akureyri Grunnskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég fagna allri málefnalegri umræðu um menntamál og ég vil bestu hugsanlegu menntun fyrir börnin mín, þar á meðal fyrir son minn sem gengur í Lundarskóla á Akureyri. Sem kennari og núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla vil ég einnig að skólinn minn sé framúrskarandi skóli og að nemendur okkar fái gæða menntun. Sem skólamanneskja hef ég tekið þátt í umræðu undanfarið um gæði menntunar, læsi, agamál, símanotkun í skólum, líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna, vopnaburð, traust og samstarf á milli heimila og skóla og vinnutengda streitu kennara. Ég raunverulega fagna allri málefnalegri umræðu og er sannfærð um að með samstarfi skóla og heimila getum við náð árangri á öllum sviðum menntunar og farsældar barna. Ég hef hins vegar sjaldan lagt orð í belg þegar kemur að kjaramálum kennara. Ég hef oft upplifað að umræðan sé ósanngjörn, óvægin og leiðinleg þegar kemur að kjörum kennara og ég hef frekar viljað beita mér í umræðu um faglegt skólastarf. En þegar staðreyndin er sú að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum á almennum vinnumarkaði um tæp 40%, þrátt fyrir auknar kröfur um menntun og aukið vinnuálag, þá er tími til kominn að láta heyra í sér. Verkföllin sem nú hafa verið tilkynnt í níu skólum um allt land eru neyðarúrræði stéttar sem fær ekki störf sín metin að verðleikum. Þetta er úthugsuð aðgerð og þeir skólar sem taka þátt standa vaktina fyrir okkur hin. Ég vona innilega að það takist að semja áður en til verkfalla kemur en ef ekki þá stend ég með öllum kennurum, sérstaklega kennurum í Lundarskóla á Akureyri. Höfundur er foreldri í Lundarskóla og skólastjóri Hrafnagilsskóla.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar