Hvers vegna ekki að kjósa strax? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 11. október 2024 19:03 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Í sömu grein sagði ráðherrann að yrði Sjálfstæðisflokkurinn ekki við völd myndi verðbólgan fara úr öllu valdi og afborganir á húsnæðislánum stóraukast. Eflaust hefur kjósendum Sjálfstæðisflokksins ekki grunað að ráðherrann færi með öfugmæli og að við tæki sundurlaus samtíningur margra flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna – þar sem verðbólga færi upp úr öllu valdi og húsnæðislánin líka. Hvers vegna að kjósa í vor? Að þessu spurði forsætisráðherra um daginn þegar vantraustsyfirlýsing Vinstri grænna í garð stjórnarsamstarfsins var borin undir hann. Þá sagði ráðherrann að hann hefði frekar einfalda sýn á málið. „Hún er sú að við höfum skyldu til þess að vinna að framgangi okkar mála, sem stjórnin hefur komið sér saman um.“ Hann sagði seinna í viðtalinu: „Hitt er miklu meiri spurning, hvort að ríkisstjórn hefur burði til þess að klára verkefnin sín og vinna í þágu þjóðarinnar.“ Nefndi ráðherrann í því samhengi að framgangur í efnahagsmálum, útlendingamálum og orkumálum ætti að ráða úrslitum um það hvenær kosið yrði. Vandinn við orð forsætisráðherra er sá að þjóðin setur hvorki útlendinga né orkumál í forgang. Það er skýrt í öllum könnunum þar sem kjósendur eru beðnir um að forgangsraða málaflokkum. Þeir treysta augljóslega ekki ríkisstjórninni til að takast á við verðbólguna sem hún hefur leyft að grassera í að verða heilt kjörtímabil. Ég spurði forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvers vegna hann vildi ekki kjósa núna strax. Svar hans var að ef ríkisstjórn með eða án Sjálfstæðisflokksins, hvaða ríkisstjórn sem væri, sem ekki næði árangri í þeim stefnumálum sem brýnast brynnu á þjóðinni þá þyrfti hún að „fara til kjósenda og fá nýjan dóm og láta úthluta upp á nýtt“. Þarna er ég sammála ráðherranum. Það er ótækt að óvinsælasta ríkisstjórn í manna minnum sitji við völd þegar almenningur þarf á öflugri og samhentri ríkisstjórn að halda sem setur húsnæðismál, heilbrigðismál og baráttuna við verðbólguna í forgang. Stjórnarliðar vilja ekki þessa ríkisstjórn lengur og fólkið í landinu er komið með meira en nóg af henni. Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Í sömu grein sagði ráðherrann að yrði Sjálfstæðisflokkurinn ekki við völd myndi verðbólgan fara úr öllu valdi og afborganir á húsnæðislánum stóraukast. Eflaust hefur kjósendum Sjálfstæðisflokksins ekki grunað að ráðherrann færi með öfugmæli og að við tæki sundurlaus samtíningur margra flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna – þar sem verðbólga færi upp úr öllu valdi og húsnæðislánin líka. Hvers vegna að kjósa í vor? Að þessu spurði forsætisráðherra um daginn þegar vantraustsyfirlýsing Vinstri grænna í garð stjórnarsamstarfsins var borin undir hann. Þá sagði ráðherrann að hann hefði frekar einfalda sýn á málið. „Hún er sú að við höfum skyldu til þess að vinna að framgangi okkar mála, sem stjórnin hefur komið sér saman um.“ Hann sagði seinna í viðtalinu: „Hitt er miklu meiri spurning, hvort að ríkisstjórn hefur burði til þess að klára verkefnin sín og vinna í þágu þjóðarinnar.“ Nefndi ráðherrann í því samhengi að framgangur í efnahagsmálum, útlendingamálum og orkumálum ætti að ráða úrslitum um það hvenær kosið yrði. Vandinn við orð forsætisráðherra er sá að þjóðin setur hvorki útlendinga né orkumál í forgang. Það er skýrt í öllum könnunum þar sem kjósendur eru beðnir um að forgangsraða málaflokkum. Þeir treysta augljóslega ekki ríkisstjórninni til að takast á við verðbólguna sem hún hefur leyft að grassera í að verða heilt kjörtímabil. Ég spurði forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvers vegna hann vildi ekki kjósa núna strax. Svar hans var að ef ríkisstjórn með eða án Sjálfstæðisflokksins, hvaða ríkisstjórn sem væri, sem ekki næði árangri í þeim stefnumálum sem brýnast brynnu á þjóðinni þá þyrfti hún að „fara til kjósenda og fá nýjan dóm og láta úthluta upp á nýtt“. Þarna er ég sammála ráðherranum. Það er ótækt að óvinsælasta ríkisstjórn í manna minnum sitji við völd þegar almenningur þarf á öflugri og samhentri ríkisstjórn að halda sem setur húsnæðismál, heilbrigðismál og baráttuna við verðbólguna í forgang. Stjórnarliðar vilja ekki þessa ríkisstjórn lengur og fólkið í landinu er komið með meira en nóg af henni. Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun