Erlent

„Þriðja bana­til­ræðinu“ gegn Trump af­stýrt

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Frá kosningafundi Trump í gær.
Frá kosningafundi Trump í gær. epa

Maður sem var með tvö skotvopn og fjölmörg vegabréf í fórum sínum var handtekinn á kosningafundi Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Coachella-dal í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í gær. 

Fréttastofa BBC greinir frá. Maður að nafni Vem Miller, 49 ára að aldri, var handtekinn við einn innganginn á kosningafundinn eftir öryggisleit. Hann var með fjölmörg vegabréf og ökuskírteini í fórum sínum sem voru öll undir mismunandi nöfnum. Lögreglan lagði hald á skammbyssu og haglabyssu.

Lögreglan í Riverside-sýslu hélt blaðamannafund vegna atviksins í kvöld en þar kom fram að atvikið hafi ekki stefnt lífi Trump né gesta í hættu. Lögreglustjóri á svæðinu sagði að „þriðja banatilræðinu“ gegn Trump hafi verið afstýrt og vísaði til Miller sem „brjálæðings“.

Ryan Wesley Routh var handtekinn þann 15. september grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Trump af dögum. Hann var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á hann þar sem hann faldi sig í runna á golfvelli Trump með riffill.

Thomas Matthew Crooks, tvítugur maður, skaut í áttina að Trump úr felum á kosningafundi fyrrverandi Bandaríkjaforsetans í bænum Butler í Pennsylvaníu-ríki þann 13. júlí. Crooks var ráðinn af dögunum á vettvangi eftir að hafa skotið nokkrum skotum sem dróg einn gest til bana.

Óvíst er hvað vakti fyrir Miller í gær. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar nú málið en starfsmaður alríkislögreglunnar sagði í samtali við fréttastofu CBS að fátt bendi til þess að um banatilræði sé að ræða. Þau munu ákveða á næstu dögum hvort að atvikið falli undir tilraun til manndráps.


Tengdar fréttir

Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar

Kappræðurnar milli Donalds Trump og Kamölu Harris í síðustu viku virðast hafa haft lítil áhrif á fylgi frambjóðendanna, þó flestir kjósendur séu sammála um að Harris hafi staðið sig betur. Hún hefur enn naumt forskot á Trump á landsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×