Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 19:51 Daníel Leó Grétarsson og markvörður Tyrklands. Vísir/Hulda Margrét Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru marki strax í upphafi leiks. Mikael Andersson átti sendingu á Orra Stein sem var við miðlínu, hann hélt varnarmanni gestanna á bakvið sig og óð að marki. Endaði það með því að hann lúðraði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og kom Íslandi 1-0 yfir. Klippa: Orri skorar fyrir Ísland Orri Steinn var nálægt því að tvöfalda forystu Íslands í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Klippa: Orri í hörkufæri Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson átti svo þrumuskot og var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Allt kom fyrir ekki en íslenska liðið gríðarlega nálægt því að komast 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Klippa: Logi með þrumuskot Í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu en þó boltinn hafi endaði í netinu þá stóð markið ekki þar sem Hakan Çalhanoğlu rann er hann sparkaði boltanum með hægri fæti í þann vinstri og þaðan í netið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir hins vegar metin, İrfan Kahveci með gott skot af löngu færi sem endaði í netinu. Klippa: Tyrkir jafna í Laugardal Það voru ekki liðnar margar mínútur þegar gestirnir komust yfir eftir að hafa fengið aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Nú brást Hakan Çalhanoğlu ekki bogalistin. Klippa: 1-2 fyrir Tyrkland Ísland vildi fá vítaspyrnu - og líklega rautt á leikmann Tyrklands - en að þessu sinni ákvað dómarateymið að dæma ekki neitt. Klippa: Ísland fær ekki víti Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin með góðum skalla þegar skammt var til leiksloka. Valgeir Lunddal Friðriksson með fyrirgjöfina sem Andri Lucas stangaði í netið. Klippa: Andri Lucas jafnar Á 88. mínútu gerðist Hákon Rafn Valdimarsson sekur um skelfileg mistök í marki Íslands þegar Muhammed Kerem Aktürkoğlu vann af honum boltann og Arda Güler renndi boltanum í autt markið. Klippa: 2-3 fyrir Tyrkland Kerem Aktürkoğlu bætti fjórða markinu við með frábæru skoti fyrir utan teig. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-4 og Tyrkir fara heim með þrjú stig. Klippa: Fjórða mark Tyrklands Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru marki strax í upphafi leiks. Mikael Andersson átti sendingu á Orra Stein sem var við miðlínu, hann hélt varnarmanni gestanna á bakvið sig og óð að marki. Endaði það með því að hann lúðraði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og kom Íslandi 1-0 yfir. Klippa: Orri skorar fyrir Ísland Orri Steinn var nálægt því að tvöfalda forystu Íslands í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Klippa: Orri í hörkufæri Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson átti svo þrumuskot og var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Allt kom fyrir ekki en íslenska liðið gríðarlega nálægt því að komast 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Klippa: Logi með þrumuskot Í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu en þó boltinn hafi endaði í netinu þá stóð markið ekki þar sem Hakan Çalhanoğlu rann er hann sparkaði boltanum með hægri fæti í þann vinstri og þaðan í netið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir hins vegar metin, İrfan Kahveci með gott skot af löngu færi sem endaði í netinu. Klippa: Tyrkir jafna í Laugardal Það voru ekki liðnar margar mínútur þegar gestirnir komust yfir eftir að hafa fengið aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Nú brást Hakan Çalhanoğlu ekki bogalistin. Klippa: 1-2 fyrir Tyrkland Ísland vildi fá vítaspyrnu - og líklega rautt á leikmann Tyrklands - en að þessu sinni ákvað dómarateymið að dæma ekki neitt. Klippa: Ísland fær ekki víti Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin með góðum skalla þegar skammt var til leiksloka. Valgeir Lunddal Friðriksson með fyrirgjöfina sem Andri Lucas stangaði í netið. Klippa: Andri Lucas jafnar Á 88. mínútu gerðist Hákon Rafn Valdimarsson sekur um skelfileg mistök í marki Íslands þegar Muhammed Kerem Aktürkoğlu vann af honum boltann og Arda Güler renndi boltanum í autt markið. Klippa: 2-3 fyrir Tyrkland Kerem Aktürkoğlu bætti fjórða markinu við með frábæru skoti fyrir utan teig. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-4 og Tyrkir fara heim með þrjú stig. Klippa: Fjórða mark Tyrklands
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira