Dagur í grunnskóla Hulda María Magnúsdóttir skrifar 17. október 2024 15:33 Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Tengdar fréttir Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona.
Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar