Háskóli Íslands styður þjóðarmorð Elí Hörpu og Önundarbur skrifar 18. október 2024 12:02 Það er orðið ljóst: Rektor Háskóla Íslands styður þjóðarmorð. Þjóðarmorð er ekki nógu alvarlegt í augum rektors Háskóla Íslands til þess að hann telji ástæðu til að tjá sig opinberlega. Þjóðarmorð er ekki nægileg ástæða til þess að rektor lýsi yfir stuðningi við palestínskan almenning á Gaza sem hafa nú í 377 daga verið sprengd í loft upp, skotin til bana af leyniskyttum, pyntuð til dauða í fangabúðum, brennd lifandi í tjaldbúðum og svelt vísvitandi í hel. Kerfisbundið þjóðarmorð framkvæmt með vopnum vestrænna ríkja kemur Háskóla Íslands hreinlega ekki við, samkvæmt rektor. Nei, það er einfaldlega ekki nógu mikið einsdæmi til þess að rektor finnist viðeigandi að Háskóli Íslands tjái sig um málið. Hvað þá að slíta opinberlega öllum tengslum við gerandann í þjóðarmorðinu. Nei, slíkt gengi í berhöggi við akademískt frelsi og gildi háskólasamfélagsins, vill rektor meina. Þá spurðu nemendur: hvað með alla háskólana, söfnin og fræðasetrin sem Ísrael hefur sprengt í loft upp? Alla nemendurna sem hafa verið myrtir, eins og hinn 19 ára verkfræðinema Shaban al-Dalou, sem allur heimurinn sá brenna lifandi ásamt móður sinni í tjaldbúðum eftir sprengjuárás Ísraels á Al-Aqsa spítalann? Þegar eldurinn gleypti hann lá hann á sjúkrabeði með vökva í æð að jafna sig eftir aðra sprengjuárás Ísraels sem hafði verið gerð á mosku. Hvað með allt fræðafólkið og háskólakennarana sem hafa verið myrt eða fangelsuð af Ísrael, líkt og prófessor Nadera Shalhoub-Kevorkian? Eru þau einnig óviðkomandi Háskóla Íslands og háskólasamfélaginu? Miðað við þögn rektors gagnvart þessum spurningum, og hvað þögn hans hefur varað lengi, er ljóst að hann, og þar með Háskóli Íslands, styður þjóðar- og menntamorð. Hvað annað getur þögnin þýtt? Nú gæti einhverjum fundist óréttlátt að leggja þetta á herðar rektors, en samkvæmt reglum Háskólans er rektor „forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.“ Reyndar mega öll sem eiga sæti í Háskólaráði, nema fulltrúar stúdenta, sitja undir sömu skömm og rektor, en þjóðarmorðið á Gaza hefur einungis verið rætt þar einu sinni og það af frumkvæði stúdenta. Það var þá sem rektor sem lýsti landráni, þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraels sem „pólitísku álitamáli líðandi stundar.“ Þögnin frá öllum æðstu embættum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bæði starfsfólks og nemenda, er ærandi. Þetta er ein af þeim stundum í mannkynssögunni sem við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Háskólasamfélagið getur ekki setið hjá, og tekist á við hryllinginn áratugum síðar í baksýnisspeglinum. Þar til sýnt hefur verið fram á annað neyðumst við því til þess að áætla að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun landsins, styðji þjóðarmorð. Elí Hörpu og Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og meðlimur í Stúdentar fyrir Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst: Rektor Háskóla Íslands styður þjóðarmorð. Þjóðarmorð er ekki nógu alvarlegt í augum rektors Háskóla Íslands til þess að hann telji ástæðu til að tjá sig opinberlega. Þjóðarmorð er ekki nægileg ástæða til þess að rektor lýsi yfir stuðningi við palestínskan almenning á Gaza sem hafa nú í 377 daga verið sprengd í loft upp, skotin til bana af leyniskyttum, pyntuð til dauða í fangabúðum, brennd lifandi í tjaldbúðum og svelt vísvitandi í hel. Kerfisbundið þjóðarmorð framkvæmt með vopnum vestrænna ríkja kemur Háskóla Íslands hreinlega ekki við, samkvæmt rektor. Nei, það er einfaldlega ekki nógu mikið einsdæmi til þess að rektor finnist viðeigandi að Háskóli Íslands tjái sig um málið. Hvað þá að slíta opinberlega öllum tengslum við gerandann í þjóðarmorðinu. Nei, slíkt gengi í berhöggi við akademískt frelsi og gildi háskólasamfélagsins, vill rektor meina. Þá spurðu nemendur: hvað með alla háskólana, söfnin og fræðasetrin sem Ísrael hefur sprengt í loft upp? Alla nemendurna sem hafa verið myrtir, eins og hinn 19 ára verkfræðinema Shaban al-Dalou, sem allur heimurinn sá brenna lifandi ásamt móður sinni í tjaldbúðum eftir sprengjuárás Ísraels á Al-Aqsa spítalann? Þegar eldurinn gleypti hann lá hann á sjúkrabeði með vökva í æð að jafna sig eftir aðra sprengjuárás Ísraels sem hafði verið gerð á mosku. Hvað með allt fræðafólkið og háskólakennarana sem hafa verið myrt eða fangelsuð af Ísrael, líkt og prófessor Nadera Shalhoub-Kevorkian? Eru þau einnig óviðkomandi Háskóla Íslands og háskólasamfélaginu? Miðað við þögn rektors gagnvart þessum spurningum, og hvað þögn hans hefur varað lengi, er ljóst að hann, og þar með Háskóli Íslands, styður þjóðar- og menntamorð. Hvað annað getur þögnin þýtt? Nú gæti einhverjum fundist óréttlátt að leggja þetta á herðar rektors, en samkvæmt reglum Háskólans er rektor „forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.“ Reyndar mega öll sem eiga sæti í Háskólaráði, nema fulltrúar stúdenta, sitja undir sömu skömm og rektor, en þjóðarmorðið á Gaza hefur einungis verið rætt þar einu sinni og það af frumkvæði stúdenta. Það var þá sem rektor sem lýsti landráni, þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraels sem „pólitísku álitamáli líðandi stundar.“ Þögnin frá öllum æðstu embættum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bæði starfsfólks og nemenda, er ærandi. Þetta er ein af þeim stundum í mannkynssögunni sem við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Háskólasamfélagið getur ekki setið hjá, og tekist á við hryllinginn áratugum síðar í baksýnisspeglinum. Þar til sýnt hefur verið fram á annað neyðumst við því til þess að áætla að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun landsins, styðji þjóðarmorð. Elí Hörpu og Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og meðlimur í Stúdentar fyrir Palestínu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun