„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 22:17 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sakar Hezbollah um að hafa reynt að ráða sig af dögum. AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. Ísraelsk yfirvöld sögðu tugi loftskeyta hafa verið skotið frá Líbanon, degi eftir að Hezbollah lýsti yfir nýjum fasa í stríðinu við Ísrael. Skrifstofa Netanjahú sagði dróna hafa verið „skotið í átt“ að heimili hans í strandbænum Caeserea í norðurhluta Ísrael. Þá segir Ísraelsher að þremur drónum hafi verið skotið í átt að bænum, tveir þeirra hafi verið skotnir niður og einn þeirra hæft byggingu í bænum. Ekki kemur fram hvort það hafi verið heimili Netanjahú sem um ræðir eða hverjar skemmdirnar voru. Hermenn á vettvangi eftir drónaárás í strandbænum Caesarea í norðurhluta Ísrael.Getty „Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum“ Íranski fjölmiðillinn IRNA greindi frá því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni. Hezbollah, sem eru fjármögnuð og studd af Íran, hafa ekki tjáð sig um málið. „Tilraun Hezbollah, staðgengils Írans, til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök,“ skrifaði Netanjahú í færslu á miðilinnn X (áður Twitter). Þá sagði hann að árásin myndi hvorki stoppa hann né Ísraelsríki frá því að halda áfram stríðinu gegn óvinum þeirra. „Hver sá sem reynir að skaða íbúa Ísrael mun borga það dýrum dómi. Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum og þeim sem senda þá,“ skrifaði hann einnig. The attempt by Iran’s proxy Hezbollah to assassinate me and my wife today was a grave mistake. This will not deter me or the State of Israel from continuing our just war against our enemies in order to secure our future. I say to Iran and its proxies in its axis of evil:…— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 19, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld sögðu tugi loftskeyta hafa verið skotið frá Líbanon, degi eftir að Hezbollah lýsti yfir nýjum fasa í stríðinu við Ísrael. Skrifstofa Netanjahú sagði dróna hafa verið „skotið í átt“ að heimili hans í strandbænum Caeserea í norðurhluta Ísrael. Þá segir Ísraelsher að þremur drónum hafi verið skotið í átt að bænum, tveir þeirra hafi verið skotnir niður og einn þeirra hæft byggingu í bænum. Ekki kemur fram hvort það hafi verið heimili Netanjahú sem um ræðir eða hverjar skemmdirnar voru. Hermenn á vettvangi eftir drónaárás í strandbænum Caesarea í norðurhluta Ísrael.Getty „Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum“ Íranski fjölmiðillinn IRNA greindi frá því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni. Hezbollah, sem eru fjármögnuð og studd af Íran, hafa ekki tjáð sig um málið. „Tilraun Hezbollah, staðgengils Írans, til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök,“ skrifaði Netanjahú í færslu á miðilinnn X (áður Twitter). Þá sagði hann að árásin myndi hvorki stoppa hann né Ísraelsríki frá því að halda áfram stríðinu gegn óvinum þeirra. „Hver sá sem reynir að skaða íbúa Ísrael mun borga það dýrum dómi. Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum og þeim sem senda þá,“ skrifaði hann einnig. The attempt by Iran’s proxy Hezbollah to assassinate me and my wife today was a grave mistake. This will not deter me or the State of Israel from continuing our just war against our enemies in order to secure our future. I say to Iran and its proxies in its axis of evil:…— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 19, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira