Gerum íslensku að kosningamáli Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 20. október 2024 10:00 Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum. Vissulega má að einhverju leyti fella málið og menninguna undir menntamál sem 25% nefndu, og mannréttindamál sem 14% nefndu – og tengist að sumra mati líklega málefnum flóttafólks sem 11% nefndu. En eftir stendur að íslensk tunga út af fyrir sig er ekki ofarlega í huga kjósenda sem mikilvægt mál. Nú er hins vegar kominn fram frambjóðandi sem vill breyta þessu og gera íslensku að kosningamáli. Það er gott, en öllu máli skiptir þó á hvaða forsendum það er gert. Frambjóðandinn sakar fáfarandi ríkisstjórn um að „missa gjörsamlega stjórn á ástandinu“, hafa sofið á verðinum og horft aðgerðalaus upp á „meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum“ enda „sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa“. Það er sitthvað til í þessu – ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að setja meira fé í íslenskukennslu og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og metnaðarleysi á því sviði. En reyndar verður ekki heldur séð að stjórnarandstaðan hafi beitt sér fyrir auknu fé til þessara mála að frátalinni breytingartillögu Pírata við fjárlagafrumvarp þessa árs sem var felld – og þingmenn Miðflokksins studdu ekki. Íslenskan kemur aðeins betur út úr fjárlagafrumvarpi næsta árs en undanfarin ár þótt miklu meira þurfi að koma til. Það er sannarlega ekki hægt að hrósa fráfarandi ríkisstjórn fyrir frammistöðu á sviði íslenskukennslu, en það þýðir samt ekki að hún hafi brugðist íslenskunni algerlega. Hún hefur þrátt fyrir allt varið meira fé til stuðnings íslenskunni en nokkur önnur ríkisstjórn með því að hrinda af stað og fjármagna – í góðri sátt allra flokka – metnaðarfulla máltækniáætlun sem er alger forsenda fyrir því að íslenskan verði gjaldgeng og lifi af í þeirri stafrænu veröld sem við lifum í. Máltæknin mun gagnast almenningi á ótal sviðum, veldur algerri byltingu í lífsgæðum margra hópa fatlaðs fólks, nýtist við íslenskukennslu o.s.frv. Barátta fyrir íslenskunni er sannarlega mikilvæg, en það er hins vegar ekki heppilegt eða skynsamlegt að reka hana undir formerkjum andstöðu gegn inngildingu og fjölmenningu. Inngilding gengur út á að öll séu með og fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, og barátta gegn henni er ekki líkleg til að auka áhuga innflytjenda á að læra íslensku. Sú barátta gerir ekki annað en kljúfa samfélagið, búa til málfarslega lágstétt, auka útlendingaandúð og efla flokkadrætti. Á endanum töpum við öll á þessu, bæði Íslendingar og innflytjendur – og ekki síst íslenskan. Gerum íslenskuna endilega að kosningamáli, en ekki á forsendum þess sem ekki hefur verið gert – látum gert vera gert og étið það sem étið er, eins og Bangsapabbi sagði. Gerum íslenskuna þess í stað að kosningamáli á forsendum þess sem þarf að gera og hægt er að gera – þar ættu öll dýrin í skóginum að geta verið vinir. Á afmælismálþingi Íslenskrar málnefndar fyrr í vikunni tók menningar- og viðskiptaráðherra undir það að ekki hefði verið nóg að gert í kennslu íslensku sem annars máls og hvatti til þess að ráðist yrði í stórátak á þessu sviði. Máltækniáætlunin hefur sýnt hvers við erum megnug þegar gerð er vönduð og ítarleg áætlun sem fylgt er eftir með umtalsverðu fjármagni og góðu samstarfi allra sem málið varðar. Þetta ætti að verða kosningamál – en ekki mál sem deilt er um, ekki mál þar sem flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan. Gerum þetta að sameiginlegu kosningamáli allra flokka. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt oft sé lögð áherslu á gildi og mikilvægi íslenskrar tungu og menningar í stjórnmálaumræðu skora þau mál ekki hátt þegar kjósendur eru spurðir um áherslumál sín – í könnun Prósents í ágúst nefndu aðeins 2% þátttakenda menningarmál sem eitt af mikilvægustu málunum. Vissulega má að einhverju leyti fella málið og menninguna undir menntamál sem 25% nefndu, og mannréttindamál sem 14% nefndu – og tengist að sumra mati líklega málefnum flóttafólks sem 11% nefndu. En eftir stendur að íslensk tunga út af fyrir sig er ekki ofarlega í huga kjósenda sem mikilvægt mál. Nú er hins vegar kominn fram frambjóðandi sem vill breyta þessu og gera íslensku að kosningamáli. Það er gott, en öllu máli skiptir þó á hvaða forsendum það er gert. Frambjóðandinn sakar fáfarandi ríkisstjórn um að „missa gjörsamlega stjórn á ástandinu“, hafa sofið á verðinum og horft aðgerðalaus upp á „meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum“ enda „sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa“. Það er sitthvað til í þessu – ég hef margoft skrifað um nauðsyn þess að setja meira fé í íslenskukennslu og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og metnaðarleysi á því sviði. En reyndar verður ekki heldur séð að stjórnarandstaðan hafi beitt sér fyrir auknu fé til þessara mála að frátalinni breytingartillögu Pírata við fjárlagafrumvarp þessa árs sem var felld – og þingmenn Miðflokksins studdu ekki. Íslenskan kemur aðeins betur út úr fjárlagafrumvarpi næsta árs en undanfarin ár þótt miklu meira þurfi að koma til. Það er sannarlega ekki hægt að hrósa fráfarandi ríkisstjórn fyrir frammistöðu á sviði íslenskukennslu, en það þýðir samt ekki að hún hafi brugðist íslenskunni algerlega. Hún hefur þrátt fyrir allt varið meira fé til stuðnings íslenskunni en nokkur önnur ríkisstjórn með því að hrinda af stað og fjármagna – í góðri sátt allra flokka – metnaðarfulla máltækniáætlun sem er alger forsenda fyrir því að íslenskan verði gjaldgeng og lifi af í þeirri stafrænu veröld sem við lifum í. Máltæknin mun gagnast almenningi á ótal sviðum, veldur algerri byltingu í lífsgæðum margra hópa fatlaðs fólks, nýtist við íslenskukennslu o.s.frv. Barátta fyrir íslenskunni er sannarlega mikilvæg, en það er hins vegar ekki heppilegt eða skynsamlegt að reka hana undir formerkjum andstöðu gegn inngildingu og fjölmenningu. Inngilding gengur út á að öll séu með og fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, og barátta gegn henni er ekki líkleg til að auka áhuga innflytjenda á að læra íslensku. Sú barátta gerir ekki annað en kljúfa samfélagið, búa til málfarslega lágstétt, auka útlendingaandúð og efla flokkadrætti. Á endanum töpum við öll á þessu, bæði Íslendingar og innflytjendur – og ekki síst íslenskan. Gerum íslenskuna endilega að kosningamáli, en ekki á forsendum þess sem ekki hefur verið gert – látum gert vera gert og étið það sem étið er, eins og Bangsapabbi sagði. Gerum íslenskuna þess í stað að kosningamáli á forsendum þess sem þarf að gera og hægt er að gera – þar ættu öll dýrin í skóginum að geta verið vinir. Á afmælismálþingi Íslenskrar málnefndar fyrr í vikunni tók menningar- og viðskiptaráðherra undir það að ekki hefði verið nóg að gert í kennslu íslensku sem annars máls og hvatti til þess að ráðist yrði í stórátak á þessu sviði. Máltækniáætlunin hefur sýnt hvers við erum megnug þegar gerð er vönduð og ítarleg áætlun sem fylgt er eftir með umtalsverðu fjármagni og góðu samstarfi allra sem málið varðar. Þetta ætti að verða kosningamál – en ekki mál sem deilt er um, ekki mál þar sem flokkarnir keppast við að yfirbjóða hver annan. Gerum þetta að sameiginlegu kosningamáli allra flokka. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar