380 flóttamenn til að ráða örlögum þjóðar Yngvi Sighvatsson skrifar 23. október 2024 11:01 Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun