Horfin þjóð Sævar Þór Jónsson skrifar 24. október 2024 19:31 Nú í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins er vert að líta til baka og meta hversu langt þessi unga þjóð er á veg komin. Sú þjóð sem stóð að stofnun lýðveldisins er fyrir margt löngu horfin. Sumir tala um gamla Ísland og horfa til fortíðar með söknuði eins og allt hafi verið betra þá. Á ákveðnum tímapunkti á lífsleiðinni horfa flestir til fortíðar með eftirsjá en það er ekki alltaf þannig að hið gamla hafi verið betra. Það á sér alltaf einhver þróun stað í öllu sem hefur bæði kosti og galla. Það verður hins vegar að játast að sú þjóð sem stóð að stofnun lýðveldisins var dugleg. Hún þurfti að brjótast út úr mikilli fátækt og þá var aðalmarkmiðið að hafa vinnu og búa til sín eigin tækifæri. Þá var ekki spurt hvað ríkið eða stjórnvöld gerðu fyrir fólkið. Þá var ekki tími til að fara á torg og barma sér yfir óréttlæti, mismunun, getuleysi eða aðgerðaleysi almennt í stjórnkerfinu líkt og nú er gert. Fólk virðist hafa lagt meira af mörkum til að byggja upp samfélagið án þess að spyrja hvað það fengi sjálft fyrir sitt framlag. Einstaklingsframtakið virðist hafa verið virkara þá en það er í dag. Þetta var önnur þjóð sem var menningarlega einsleitari en hún er í dag. En höfum við þá misst af einhverju? Hvernig er þá þessi þjóð í dag. Við erum blandaðri, við erum í hringiðu menningarfjölbreytni sem hefur gefið okkur önnur og margvíslegri tækifæri en þekktist áður fyrr. Við erum samt ekki að hlúa nógu vel að tungumálinu okkar eða tryggja framtíð íslenskunnar. Stjórnmálamenn virðast skorta getu í að taka á þeim málum af festu af óskiljanlegum ástæðum. Kannski að vald ferðaþjónustunnar ráði þar ferðinni því það skortir ódýrt vinnuafl í þá grein og þá má ekki gera miklar kröfur. Í dag kvartar fólk yfir misrétti í sinn garð hvort sem það eru minnihlutahópar sem vilja láta taka eftir sér af því þeir eru jú minnihlutahópar og þurfa að minna á sig, eða stjórnmálaofvitar sem hljóma ótrúlega líkt og anarkistar sem vilja skapa glundroða í samfélaginu í nafni tjáningarfrelsis. Þá er ekki hægt að þverfóta fyrir öllum þeim ólíku hagsmunahópum sem telja að þeir eigi rétt á athygli á því sem þeir hafa fram að færa, án þess að það liggi ljóst fyrir hvað þeir standi í raun og veru fyrir og hvað þeir hafi fram að færa til uppbyggingar þjóðarinnar. Við kvörtum endalaust yfir hlutskipti okkar, hömumst við að tala um úrbætur í hvaða máli sem er eða að við séum beitt órétti í öllu því sem við kemur samskiptum við stjórnvöld. Við erum með hóp af vinstri sinnuðu fólki sem vill helst hafa alla í breyttum lífsstíl, lífsstíl sem ekki endilega hentar öllum eða höfðar sérstaklega til allra, helst láta alla hjóla eða ganga án þess að taka nokkurt tillit til þess hvort aðstaða sé til þess. Þetta sama fólk talar gegn þeirri samfélagslegu uppbyggingu sem hin eldri kynslóð lýðveldisstofnenda barðist fyrir. Þetta er sama fólkið sem upphefur sig með því að kalla sig vinstri sinnað og jafnréttissinna en vill ekki hlusta á að fólk hafi ólíkar skoðanir eða lífsstíl en það sjálft. Þetta fólk man eflaust ekki eftir atvinnuleysi eða fábreytni í atvinnuframboði. Svo er það annar hópur sem auðinn hefur og leggur sig alla fram í að búa sér til fjárhagsleg tækifæri sem nýtast þeim og þeim einum en tala fyrir því að þjóðin eigi að standa saman og vinna saman. Þetta eru þeir sem vilja einangra landið, þeir sem halda völdum á kostnað þjóðar sem þeir telja sig eiga með húð og hári. Það er til lítils að eiga við þennan hóp enda er hann búinn að koma sér vel fyrir í stjórnkerfi landsins. Þá er það þriðji hópurinn sem er út undan í öllu. Sá hópur vill eiga jöfn tækifæri á vinnu, menntun og heilbrigðiskerfi. Fólkið sem bíður eftir því að komast að í heilbrigðiskerfinu og stendur undir þjóðinni í reynd. Fólkið sem greiðir öll sín gjöld og skyldur. Lætur undan ofstæki hinna tveggja hópa þó það sé þeim þvert um geð. Fólkið sem leggur til samfélagsins með auknum álögum og ofstæki hins opinbera, fólkið sem þegir af ótta við að það geti ekki tjáð sig því annars mætir þeim ofstækið. Fólkið sem hugsar um að vera sjálfstætt og metið af sínum eigin verðleikum. Þessi hópur fólks er sífellt að láta meira undan. Þetta er fólkið sem byggði þjóðina og fórnaði öllu. Fólkið sem í dag er búið að fá nóg af skoðanakúgunum og ofstækinu og er farið að hneigjast til hægri öfgaafla sem lofa breytingum. Þetta er sú þróun sem er orðin augljós allt í kringum okkur. Þessi þriðji hópur er orðinn þreyttur á fámennum klappstýrum stórra þjóðfélagsbreytinga og atvinnupólitíkusum sem hugsa um að halda valdinu sama hvað og svíkja sífellt loforð um breytingar. Þetta er fólkið sem sættir sig ekki lengur við að vera þriðja flokks þegnar í eigin landi sem þeir leggja mikið til. Það er orðið brýnt að við lítum í eigin barm og skoðum hver við erum orðin eftir þessar miklu og hröðu breytingar sem hafa orðið frá því að Ísland varð lýðveldi, - er þetta þjóð sátta og samheldni líkt og við lýðveldisstofnun? Það er vert að velta þessu spurningum fyrir sér þegar við horfum upp á aðstæður í nágrannaríkjum okkar þar sem við sjáum hverjar afleiðingarnar geta orðið af sinnuleysi stjórnmálamanna í garð þessa hóps. Það kann vel að vera að hér séu hlutir settir fram í mikilli einfeldni en það er þó vert að hafa í huga hvernig stjórnmálin í Evrópu hafa þróast og hvers vegna fólk er farið að snúa sér meira í átt að hægri öfgum en áður þrátt fyrir upplýstara samfélög. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Íslensk tunga Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Nú í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins er vert að líta til baka og meta hversu langt þessi unga þjóð er á veg komin. Sú þjóð sem stóð að stofnun lýðveldisins er fyrir margt löngu horfin. Sumir tala um gamla Ísland og horfa til fortíðar með söknuði eins og allt hafi verið betra þá. Á ákveðnum tímapunkti á lífsleiðinni horfa flestir til fortíðar með eftirsjá en það er ekki alltaf þannig að hið gamla hafi verið betra. Það á sér alltaf einhver þróun stað í öllu sem hefur bæði kosti og galla. Það verður hins vegar að játast að sú þjóð sem stóð að stofnun lýðveldisins var dugleg. Hún þurfti að brjótast út úr mikilli fátækt og þá var aðalmarkmiðið að hafa vinnu og búa til sín eigin tækifæri. Þá var ekki spurt hvað ríkið eða stjórnvöld gerðu fyrir fólkið. Þá var ekki tími til að fara á torg og barma sér yfir óréttlæti, mismunun, getuleysi eða aðgerðaleysi almennt í stjórnkerfinu líkt og nú er gert. Fólk virðist hafa lagt meira af mörkum til að byggja upp samfélagið án þess að spyrja hvað það fengi sjálft fyrir sitt framlag. Einstaklingsframtakið virðist hafa verið virkara þá en það er í dag. Þetta var önnur þjóð sem var menningarlega einsleitari en hún er í dag. En höfum við þá misst af einhverju? Hvernig er þá þessi þjóð í dag. Við erum blandaðri, við erum í hringiðu menningarfjölbreytni sem hefur gefið okkur önnur og margvíslegri tækifæri en þekktist áður fyrr. Við erum samt ekki að hlúa nógu vel að tungumálinu okkar eða tryggja framtíð íslenskunnar. Stjórnmálamenn virðast skorta getu í að taka á þeim málum af festu af óskiljanlegum ástæðum. Kannski að vald ferðaþjónustunnar ráði þar ferðinni því það skortir ódýrt vinnuafl í þá grein og þá má ekki gera miklar kröfur. Í dag kvartar fólk yfir misrétti í sinn garð hvort sem það eru minnihlutahópar sem vilja láta taka eftir sér af því þeir eru jú minnihlutahópar og þurfa að minna á sig, eða stjórnmálaofvitar sem hljóma ótrúlega líkt og anarkistar sem vilja skapa glundroða í samfélaginu í nafni tjáningarfrelsis. Þá er ekki hægt að þverfóta fyrir öllum þeim ólíku hagsmunahópum sem telja að þeir eigi rétt á athygli á því sem þeir hafa fram að færa, án þess að það liggi ljóst fyrir hvað þeir standi í raun og veru fyrir og hvað þeir hafi fram að færa til uppbyggingar þjóðarinnar. Við kvörtum endalaust yfir hlutskipti okkar, hömumst við að tala um úrbætur í hvaða máli sem er eða að við séum beitt órétti í öllu því sem við kemur samskiptum við stjórnvöld. Við erum með hóp af vinstri sinnuðu fólki sem vill helst hafa alla í breyttum lífsstíl, lífsstíl sem ekki endilega hentar öllum eða höfðar sérstaklega til allra, helst láta alla hjóla eða ganga án þess að taka nokkurt tillit til þess hvort aðstaða sé til þess. Þetta sama fólk talar gegn þeirri samfélagslegu uppbyggingu sem hin eldri kynslóð lýðveldisstofnenda barðist fyrir. Þetta er sama fólkið sem upphefur sig með því að kalla sig vinstri sinnað og jafnréttissinna en vill ekki hlusta á að fólk hafi ólíkar skoðanir eða lífsstíl en það sjálft. Þetta fólk man eflaust ekki eftir atvinnuleysi eða fábreytni í atvinnuframboði. Svo er það annar hópur sem auðinn hefur og leggur sig alla fram í að búa sér til fjárhagsleg tækifæri sem nýtast þeim og þeim einum en tala fyrir því að þjóðin eigi að standa saman og vinna saman. Þetta eru þeir sem vilja einangra landið, þeir sem halda völdum á kostnað þjóðar sem þeir telja sig eiga með húð og hári. Það er til lítils að eiga við þennan hóp enda er hann búinn að koma sér vel fyrir í stjórnkerfi landsins. Þá er það þriðji hópurinn sem er út undan í öllu. Sá hópur vill eiga jöfn tækifæri á vinnu, menntun og heilbrigðiskerfi. Fólkið sem bíður eftir því að komast að í heilbrigðiskerfinu og stendur undir þjóðinni í reynd. Fólkið sem greiðir öll sín gjöld og skyldur. Lætur undan ofstæki hinna tveggja hópa þó það sé þeim þvert um geð. Fólkið sem leggur til samfélagsins með auknum álögum og ofstæki hins opinbera, fólkið sem þegir af ótta við að það geti ekki tjáð sig því annars mætir þeim ofstækið. Fólkið sem hugsar um að vera sjálfstætt og metið af sínum eigin verðleikum. Þessi hópur fólks er sífellt að láta meira undan. Þetta er fólkið sem byggði þjóðina og fórnaði öllu. Fólkið sem í dag er búið að fá nóg af skoðanakúgunum og ofstækinu og er farið að hneigjast til hægri öfgaafla sem lofa breytingum. Þetta er sú þróun sem er orðin augljós allt í kringum okkur. Þessi þriðji hópur er orðinn þreyttur á fámennum klappstýrum stórra þjóðfélagsbreytinga og atvinnupólitíkusum sem hugsa um að halda valdinu sama hvað og svíkja sífellt loforð um breytingar. Þetta er fólkið sem sættir sig ekki lengur við að vera þriðja flokks þegnar í eigin landi sem þeir leggja mikið til. Það er orðið brýnt að við lítum í eigin barm og skoðum hver við erum orðin eftir þessar miklu og hröðu breytingar sem hafa orðið frá því að Ísland varð lýðveldi, - er þetta þjóð sátta og samheldni líkt og við lýðveldisstofnun? Það er vert að velta þessu spurningum fyrir sér þegar við horfum upp á aðstæður í nágrannaríkjum okkar þar sem við sjáum hverjar afleiðingarnar geta orðið af sinnuleysi stjórnmálamanna í garð þessa hóps. Það kann vel að vera að hér séu hlutir settir fram í mikilli einfeldni en það er þó vert að hafa í huga hvernig stjórnmálin í Evrópu hafa þróast og hvers vegna fólk er farið að snúa sér meira í átt að hægri öfgum en áður þrátt fyrir upplýstara samfélög. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar