Sögur Hannesar Hólmsteins Hjálmtýr Heiðdal skrifar 26. október 2024 13:00 Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Greinin sem ég birti hér er stutt en lengri og ítarlegi útgáfu er að finna á fésbókinni: Svar mitt þar verður því í lengra lagi og vona ég að lesendur fyrirgefi mér, en eins og máltækið segir „Hafa skal það sem sannarar reynist.“ Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Það er umhugsunarvert hvernig Hannes Hólmsteinn bregst við grein minni sem gekk út á að leiðrétta rangfærslur ísraelska hermannsins Ely Lassman um Ísrael og Palestínu. Eins og hjá fleirum sem hvorki hafa haldföst rök né réttlátan málstað velur hann að ráðast á manninn. Hver er Hjálmtýr Heiðdal spyr hann í feitletraðri fyrirsögn? Hannes segir mig m.a. hata gyðinga, vestræna menningu og vera „minnipokamann“ - hvað sem það svo þýðir í meðförum prófessorsins fyrrverandi. Þennan dóm fæ ég frá manni sem er fastur í hugmyndum kalda stríðsins og hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar sem hefur tröllriðið þjóðfélögum til hins verra. HHG. Hannes og aðrir stuðningsmenn þjóðarmorðs Ísraels á Gaza hafa ekki góðan málstað að verja. Þeir reyna því að gera lítið úr orðum mínum, ég sé ómarktækur því ég hafi stutt frelsibaráttu þjóða í Suða-austur Asíu sem róttæklingur á yngri árum, löngu fyrir tíma internetsins. Í dag er erfiðara að fela óhæfuverk eins og t.d. þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni, en Hannes er einn þeirra sem verja framferði Ísraela. Fræðimaðurinn Hannes, sem er af sumum talinn vera fræðimaður, virðist halda að hann geti slengt fram allrahanda rangfærslum til að styðja sinn málstað, rangfærslum sem auðvelt er að hrekja. Það er furðulegt að hann hafi verið við kennslu í Háskóla Íslands í áraraðir, maður sem lætur pólitískar skoðanir sínar hafa yfirhöndina og lætur staðreyndir lönd og leið. Hannes Hólmsteinn fer oft mikinn á síðum blaða og á netinu. Hann á sér lítinn hóp aðdáenda, en flestir sem tjá sig um umsvif Hannesar hafa á honum skömm sem boðbera afturhaldshugmynda sem víða gætir í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Greinin sem ég birti hér er stutt en lengri og ítarlegi útgáfu er að finna á fésbókinni: Svar mitt þar verður því í lengra lagi og vona ég að lesendur fyrirgefi mér, en eins og máltækið segir „Hafa skal það sem sannarar reynist.“ Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Það er umhugsunarvert hvernig Hannes Hólmsteinn bregst við grein minni sem gekk út á að leiðrétta rangfærslur ísraelska hermannsins Ely Lassman um Ísrael og Palestínu. Eins og hjá fleirum sem hvorki hafa haldföst rök né réttlátan málstað velur hann að ráðast á manninn. Hver er Hjálmtýr Heiðdal spyr hann í feitletraðri fyrirsögn? Hannes segir mig m.a. hata gyðinga, vestræna menningu og vera „minnipokamann“ - hvað sem það svo þýðir í meðförum prófessorsins fyrrverandi. Þennan dóm fæ ég frá manni sem er fastur í hugmyndum kalda stríðsins og hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar sem hefur tröllriðið þjóðfélögum til hins verra. HHG. Hannes og aðrir stuðningsmenn þjóðarmorðs Ísraels á Gaza hafa ekki góðan málstað að verja. Þeir reyna því að gera lítið úr orðum mínum, ég sé ómarktækur því ég hafi stutt frelsibaráttu þjóða í Suða-austur Asíu sem róttæklingur á yngri árum, löngu fyrir tíma internetsins. Í dag er erfiðara að fela óhæfuverk eins og t.d. þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni, en Hannes er einn þeirra sem verja framferði Ísraela. Fræðimaðurinn Hannes, sem er af sumum talinn vera fræðimaður, virðist halda að hann geti slengt fram allrahanda rangfærslum til að styðja sinn málstað, rangfærslum sem auðvelt er að hrekja. Það er furðulegt að hann hafi verið við kennslu í Háskóla Íslands í áraraðir, maður sem lætur pólitískar skoðanir sínar hafa yfirhöndina og lætur staðreyndir lönd og leið. Hannes Hólmsteinn fer oft mikinn á síðum blaða og á netinu. Hann á sér lítinn hóp aðdáenda, en flestir sem tjá sig um umsvif Hannesar hafa á honum skömm sem boðbera afturhaldshugmynda sem víða gætir í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar