Þau eru við, við erum þau Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 28. október 2024 07:00 Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 40.000 manns í valnum, 100.000 særðir. Setið er um Norður-Gaza þegar þetta er skrifað þar sem húsnæði eru teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk er rekið af svæðinu, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús eru sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. Ég er ekki bara að lýsa yfirstandandi atburðarás í Norður-Gaza, svona er þetta búið að vera síðasta árið og lengur reyndar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sagðist í gær (27. október) vera í áfalli yfir því „hástigi hörmunga“ sem einkennir nú Norður-Gaza. Þessi grimmilega uppræting á heillri þjóð sem býr yfir afar takmörkuðum bjargráðum til að verja sig, uppræting sem er studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Um 17.000 börn hafa verið drepin í Gaza síðasta árið. Hærri tala hefur ekki komið fram á heimsvísu í meira en tuttugu ár. Það er merkilegt hvernig þessar aðgerðir eru síðan klæddar upp sem eitthvað annað en þær eru, bæði af Ísrael og Bandaríkjunum. Nauðvörn? Segðu mér annan! Þjóðarmorð er þetta og þjóðarmorð skal þetta heita því að það sem fer fram þarna tikkar í öll box lagalegrar skilgreiningar S.Þ. frá 1948. Um leið fyllir það mann hreinlega skelfingu að S.Þ. er sem lamað í þessu tiltekna máli. Bandaríkin eru sem ofbeldisfullur heimilisfaðir, með heiminn í heljargreipum, og fara fram eins og þeim hentar. Og skilgreinir eins og þeim hentar. Þetta er ógeðslegt, allt saman. Stundum hef ég reynt að ímynda mér að fólkið á Gaza hljóti bara að vera aðeins öðruvísi en við. Það þoli aðeins meira en við. Þetta er „langt í burtu“ og þess vegna hlýtur þetta bara að vera aðeins öðruvísi. Er það ekki? Þetta bara „verður“ að vera öðruvísi en hér. Því að það getur ekki verið að þessi börn sem þarna eru drepin séu alveg eins og mínar dætur. Það hreinlega má ekki vera þannig, því að hugsunin um slíkt er mér/okkur hreinlega um megn. Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 40.000 manns í valnum, 100.000 særðir. Setið er um Norður-Gaza þegar þetta er skrifað þar sem húsnæði eru teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk er rekið af svæðinu, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús eru sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. Ég er ekki bara að lýsa yfirstandandi atburðarás í Norður-Gaza, svona er þetta búið að vera síðasta árið og lengur reyndar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sagðist í gær (27. október) vera í áfalli yfir því „hástigi hörmunga“ sem einkennir nú Norður-Gaza. Þessi grimmilega uppræting á heillri þjóð sem býr yfir afar takmörkuðum bjargráðum til að verja sig, uppræting sem er studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Um 17.000 börn hafa verið drepin í Gaza síðasta árið. Hærri tala hefur ekki komið fram á heimsvísu í meira en tuttugu ár. Það er merkilegt hvernig þessar aðgerðir eru síðan klæddar upp sem eitthvað annað en þær eru, bæði af Ísrael og Bandaríkjunum. Nauðvörn? Segðu mér annan! Þjóðarmorð er þetta og þjóðarmorð skal þetta heita því að það sem fer fram þarna tikkar í öll box lagalegrar skilgreiningar S.Þ. frá 1948. Um leið fyllir það mann hreinlega skelfingu að S.Þ. er sem lamað í þessu tiltekna máli. Bandaríkin eru sem ofbeldisfullur heimilisfaðir, með heiminn í heljargreipum, og fara fram eins og þeim hentar. Og skilgreinir eins og þeim hentar. Þetta er ógeðslegt, allt saman. Stundum hef ég reynt að ímynda mér að fólkið á Gaza hljóti bara að vera aðeins öðruvísi en við. Það þoli aðeins meira en við. Þetta er „langt í burtu“ og þess vegna hlýtur þetta bara að vera aðeins öðruvísi. Er það ekki? Þetta bara „verður“ að vera öðruvísi en hér. Því að það getur ekki verið að þessi börn sem þarna eru drepin séu alveg eins og mínar dætur. Það hreinlega má ekki vera þannig, því að hugsunin um slíkt er mér/okkur hreinlega um megn. Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun