Krabbameinsgreining og andleg líðan Helga Jóna Ósmann Sigurðardóttir skrifar 28. október 2024 10:45 Að greinast með krabbamein getur haft margvísleg áhrif á daglegt líf þann sem greinist og hans nánustu. Krabbamein er streituvaldur sem felur í sér ýmsar breytingar m.a. á hlutverkum og almennri færni. Ýmsar tilfinningar, þekktar og óþekktar dúkka upp. Margir líkja þessu jafnvel við rússíbanareið tilfinninga. Það er á vissan hátt eðlileg viðbrögð við óvæntum aðstæðum og breytingum. Þegar manneskja upplifir að jafnvægi í daglegu lífi raskast, hefur það áhrif á líðan fólks og það leitast við að finna aftur jafnvægi. Breytingar og aðlögun Eins mörg og við erum, þá er misjafnt hvernig við tökumst á við krabbameinsgreiningu. En flestir ef ekki allir kannast við að upplifa óvissu og bið. Við umrótabreytingar, eins og það að greinast með krabbamein, er mikilvægt að við náum að aðlagast þeim breytingum. Aðlögun getur verið einhver meðvituð aðferð, hugsun eða gjörð, til að minnka streituna sem er bundinn við þær aðstæður sem krabbameinsgreindur er í. Aðlögun felur t.d. í sér að fá upplýsingar og fræðslu, eiga samskipti, breyta og sveigja, til að eiga betra með að sinna ýmsum daglegum athöfnum. Aðlögun leiðir af sér betri líðan og betra jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfar geta hjálpað eintaklingum við að takast á við þær breytingar sem hafa orðið, með því að aðstoða við að aðlaga athafnir og aðlaga umhverfið að einstaklingnum og koma á viðeigandi jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfun í Ljósinu felur í sér heildræna endurhæfingu. Unnið er í þverfaglegu teymi sem í eru sjúkraþjálfarar, markþjálfar, íþrótta-, sál- og fjölskyldufræðingar, ásamt öðrum fagaðilum. Að veita iðjunni athygli Þegar við getum ekki gert þær athafnir sem við er vön að gera vegna skertrar færni getur það ýtt undir vanlíðan. Allt sem við gerum er iðja. En við miklar breytingar eins og það að greinast með krabbamein getur það leitt til þess að einfaldar athafnir, sem við lítum oft á sem sjálfsagðan hlut reynist okkur krefjandi t.d. vegna skertra orku eða frumkvæðisskerðingu. Nefnum dæmi, eins og að fara í sturtu, tannbursta sig og klæða sig. Að læra að meta litlu hlutina við hverja athöfn getur aukið vellíðan og samkennd í eigin garð. Prófaðu næst þegar þú drekkur kaffi, að gefa bragðinu gaum í stað þess að þamba kaffið á leiðinni út. Og sjá fegurðina í haustlitunum, þegar þú dregur frá gardínurnar á morgnana - þrátt fyrir kuldan í loftinu. Að gera þetta ætti ekki að vera of yfirþyrmandi eða taka of mikla orku. Allt snýst þetta um að vera meðvitaðri um fegurðina í hversdagsleikanum og vera þakklátur fyrir litlu hlutina. Það sem getur verið hjálplegt til að auka vellíðan, er að veita því athygli sem maður getur gert í stað þess að einblína á það sem maður getur ekki gert. Gott er að spyrja sig hvað það var sem veitti mér ánægju við þá athöfn sem við erum vön að gera, en reynist hugsanlega erfið núna. Get ég mögulega fundið eitthvað annað að gera sem veitir mér svipaða ánægju, eða hvernig get ég aðlagað athöfnina að mínum þörfum í dag? Við spörum orku með því að setja okkur mörk og forgangsraða verkefnum. Að iðka þakklæti og núvitund er áhrifarík leið til að efla andlega líðan. Góð iðja er að halda þakklætisdagbók og skrá niður jákvæðu augnablikin hvers dags. Hægt er að veita því athygli og gefa því þakklæti sem maður gat gert sem skipti mann máli þann daginn. Að finna ró Iðjuþjálfar stuðla að jafnvægi í daglegu lífi, þ.e. jafnvægi á milli eigin umsjár, tómstunda, starfa og svefn/hvíldar. Í viðvarandi streituástandi þurfum við að ná ró á taugakerfið, hvíld og slökun. Gagnlegt er að gera slökunaræfingar ásamt öndunaræfingum. Einnig er gott að finna sér iðju sem skapar ró á hugann sem veitir einskonar hugleiðslu. Leiðir eins og gera eitthvað í höndunum, púsla eða einhverskonar handverk. Göngutúrar í nátturunni eða hlusta á róandi tónlist eru einnig áhrifaríkar athafnir sem draga úr streitu og auka andlega vellíðan. Skynjun eins og heyrn, sjón, lykt og bragð hefur viðtæk áhrif á daglegt líf einstalingsins. Algengt er að krabbameinsgreining og því sem henni fylgir hefur áhrif á hvernig einstaklingar bregðast við og vinna úr ýmsum skynáreitum. Krabbameinsgreindir eru þar af leiðandi viðkvæmari fyrir ýmsum áreitum og daglegar athafnir verða meira krefjandi. Í endurhæfngu í Ljósinu er ýmis iðja í boði sem eflir færni og skynúrvinnslu eins og það að vera í hóp og vinna með handverk. Sjálfsmildi Þegar einstaklingur er í bataferli þá vill það henda að hann geri of miklar kröfur á sig. Spurningar eins og: Af hverju er orkan ekki orðin meiri? Og: Af hverju er ég ekki komin á betri stað? ýta oft undir vanlíðan og um leið neikvæðar hugsanir. Þær geta leitt til sjálfsniðurrifs sem er mjög orkufrekt og tekur sinn toll. Mikilvægt er að sýna sjálfum sér mildi og samkennd. Það er eðlilegt að líkamleg færni er hugsanlega skertari en áður. Það er því afar mikilvægt að veita litlum bataferlum athygli. Sjálfsniðurrifshugsanir þurfa að víkja fyrir uppbyggilegri og jákvæðari hugsunum. Iðjuþjálfar geta aðstoðað einstaklinginn að snúa við þeim neikvæðum hugsunum í uppbyggilegri hugsanir með því að meta það sem hann hefur gert þann daginn frekar en að einblína á það sem hann náði ekki. Algengt er að einstaklingur sem hefur greinst með krabbamein leitast við að samsvara sér fyrri sjálfsmynd sinni því getur verið gagnlegt að hafa í huga og segja við sig: Ég er ekki eins og ég var. Ég er eins og er. Lokahugleiðing Eins og með okkur öll þá er ekkert okkar fullkomið og lífið hefur sína endalausu áskoranir. Að ná andlegu jafnvægi í krabbameinsferlinu er ekki auðvelt en mögulegt með góðum stuðningi og faglegri nálgun. Heildræn endurhæfing, með hópi þverfaglega fagaðila, getur aðstoðað einstaklinga að öðlast jafnvægi í daglegu lífi og byggja upp nýja sjálfsmynd. Að gefa hversdaglegum athöfnum meiri gaum með sjálfsmildi og sjá fegurðina í þeim getur stuðlað að meiri hamingju og vellíðan. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Geðheilbrigði Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein getur haft margvísleg áhrif á daglegt líf þann sem greinist og hans nánustu. Krabbamein er streituvaldur sem felur í sér ýmsar breytingar m.a. á hlutverkum og almennri færni. Ýmsar tilfinningar, þekktar og óþekktar dúkka upp. Margir líkja þessu jafnvel við rússíbanareið tilfinninga. Það er á vissan hátt eðlileg viðbrögð við óvæntum aðstæðum og breytingum. Þegar manneskja upplifir að jafnvægi í daglegu lífi raskast, hefur það áhrif á líðan fólks og það leitast við að finna aftur jafnvægi. Breytingar og aðlögun Eins mörg og við erum, þá er misjafnt hvernig við tökumst á við krabbameinsgreiningu. En flestir ef ekki allir kannast við að upplifa óvissu og bið. Við umrótabreytingar, eins og það að greinast með krabbamein, er mikilvægt að við náum að aðlagast þeim breytingum. Aðlögun getur verið einhver meðvituð aðferð, hugsun eða gjörð, til að minnka streituna sem er bundinn við þær aðstæður sem krabbameinsgreindur er í. Aðlögun felur t.d. í sér að fá upplýsingar og fræðslu, eiga samskipti, breyta og sveigja, til að eiga betra með að sinna ýmsum daglegum athöfnum. Aðlögun leiðir af sér betri líðan og betra jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfar geta hjálpað eintaklingum við að takast á við þær breytingar sem hafa orðið, með því að aðstoða við að aðlaga athafnir og aðlaga umhverfið að einstaklingnum og koma á viðeigandi jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfun í Ljósinu felur í sér heildræna endurhæfingu. Unnið er í þverfaglegu teymi sem í eru sjúkraþjálfarar, markþjálfar, íþrótta-, sál- og fjölskyldufræðingar, ásamt öðrum fagaðilum. Að veita iðjunni athygli Þegar við getum ekki gert þær athafnir sem við er vön að gera vegna skertrar færni getur það ýtt undir vanlíðan. Allt sem við gerum er iðja. En við miklar breytingar eins og það að greinast með krabbamein getur það leitt til þess að einfaldar athafnir, sem við lítum oft á sem sjálfsagðan hlut reynist okkur krefjandi t.d. vegna skertra orku eða frumkvæðisskerðingu. Nefnum dæmi, eins og að fara í sturtu, tannbursta sig og klæða sig. Að læra að meta litlu hlutina við hverja athöfn getur aukið vellíðan og samkennd í eigin garð. Prófaðu næst þegar þú drekkur kaffi, að gefa bragðinu gaum í stað þess að þamba kaffið á leiðinni út. Og sjá fegurðina í haustlitunum, þegar þú dregur frá gardínurnar á morgnana - þrátt fyrir kuldan í loftinu. Að gera þetta ætti ekki að vera of yfirþyrmandi eða taka of mikla orku. Allt snýst þetta um að vera meðvitaðri um fegurðina í hversdagsleikanum og vera þakklátur fyrir litlu hlutina. Það sem getur verið hjálplegt til að auka vellíðan, er að veita því athygli sem maður getur gert í stað þess að einblína á það sem maður getur ekki gert. Gott er að spyrja sig hvað það var sem veitti mér ánægju við þá athöfn sem við erum vön að gera, en reynist hugsanlega erfið núna. Get ég mögulega fundið eitthvað annað að gera sem veitir mér svipaða ánægju, eða hvernig get ég aðlagað athöfnina að mínum þörfum í dag? Við spörum orku með því að setja okkur mörk og forgangsraða verkefnum. Að iðka þakklæti og núvitund er áhrifarík leið til að efla andlega líðan. Góð iðja er að halda þakklætisdagbók og skrá niður jákvæðu augnablikin hvers dags. Hægt er að veita því athygli og gefa því þakklæti sem maður gat gert sem skipti mann máli þann daginn. Að finna ró Iðjuþjálfar stuðla að jafnvægi í daglegu lífi, þ.e. jafnvægi á milli eigin umsjár, tómstunda, starfa og svefn/hvíldar. Í viðvarandi streituástandi þurfum við að ná ró á taugakerfið, hvíld og slökun. Gagnlegt er að gera slökunaræfingar ásamt öndunaræfingum. Einnig er gott að finna sér iðju sem skapar ró á hugann sem veitir einskonar hugleiðslu. Leiðir eins og gera eitthvað í höndunum, púsla eða einhverskonar handverk. Göngutúrar í nátturunni eða hlusta á róandi tónlist eru einnig áhrifaríkar athafnir sem draga úr streitu og auka andlega vellíðan. Skynjun eins og heyrn, sjón, lykt og bragð hefur viðtæk áhrif á daglegt líf einstalingsins. Algengt er að krabbameinsgreining og því sem henni fylgir hefur áhrif á hvernig einstaklingar bregðast við og vinna úr ýmsum skynáreitum. Krabbameinsgreindir eru þar af leiðandi viðkvæmari fyrir ýmsum áreitum og daglegar athafnir verða meira krefjandi. Í endurhæfngu í Ljósinu er ýmis iðja í boði sem eflir færni og skynúrvinnslu eins og það að vera í hóp og vinna með handverk. Sjálfsmildi Þegar einstaklingur er í bataferli þá vill það henda að hann geri of miklar kröfur á sig. Spurningar eins og: Af hverju er orkan ekki orðin meiri? Og: Af hverju er ég ekki komin á betri stað? ýta oft undir vanlíðan og um leið neikvæðar hugsanir. Þær geta leitt til sjálfsniðurrifs sem er mjög orkufrekt og tekur sinn toll. Mikilvægt er að sýna sjálfum sér mildi og samkennd. Það er eðlilegt að líkamleg færni er hugsanlega skertari en áður. Það er því afar mikilvægt að veita litlum bataferlum athygli. Sjálfsniðurrifshugsanir þurfa að víkja fyrir uppbyggilegri og jákvæðari hugsunum. Iðjuþjálfar geta aðstoðað einstaklinginn að snúa við þeim neikvæðum hugsunum í uppbyggilegri hugsanir með því að meta það sem hann hefur gert þann daginn frekar en að einblína á það sem hann náði ekki. Algengt er að einstaklingur sem hefur greinst með krabbamein leitast við að samsvara sér fyrri sjálfsmynd sinni því getur verið gagnlegt að hafa í huga og segja við sig: Ég er ekki eins og ég var. Ég er eins og er. Lokahugleiðing Eins og með okkur öll þá er ekkert okkar fullkomið og lífið hefur sína endalausu áskoranir. Að ná andlegu jafnvægi í krabbameinsferlinu er ekki auðvelt en mögulegt með góðum stuðningi og faglegri nálgun. Heildræn endurhæfing, með hópi þverfaglega fagaðila, getur aðstoðað einstaklinga að öðlast jafnvægi í daglegu lífi og byggja upp nýja sjálfsmynd. Að gefa hversdaglegum athöfnum meiri gaum með sjálfsmildi og sjá fegurðina í þeim getur stuðlað að meiri hamingju og vellíðan. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun