Ungt fólk mótar framtíð Norðurlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. október 2024 12:01 Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð – þeirra rödd og sýn á framtíðina eru leiðarljós sem munu tryggja að norræna samstaðan haldi áfram að styrkjast og að grunnstoðir samfélaga okkar verði öruggar fyrir komandi kynslóðir. Á Norðurlandaráðsþingi ungs fólks sem fram fór um helgina komu saman ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og samþykktu tillögur sem fjölluðu meðal annars um öryggis- og varnarmál, umhverfismál, sjálfbærni og eflingu norræns samstarfs. Það er augljóst að ungt fólk brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og sýnir þannig vilja til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Áhugi þeirra og eldmóður spannar breitt svið sem endurspeglar þau helstu málefni sem standa Norðurlöndunum næst. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt aðkomu að og fengið að kynnast starfi Norðurlandaráðs ungs fólks á þessu starfsári mínu sem forseti Norðurlandaráðs. Það er auðvelt að finna von og kraft þegar ungt fólk leiðir samtalið. Á þessum síðustu dögum í mínu embætti sem forseti Norðurlandaráðs mun ég standa þétt að baki því að tryggja að rödd ungs fólks fái að heyrast hátt og skýrt – því þau munu móta Norðurlönd framtíðarinnar með hugsjón og dugnaði. Saman getum við skapað sterka og bjarta framtíð fyrir norræn samfélög með því að hlúa að sameiginlegum gildum og virkja kraft unga fólksins í hverju skrefi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð – þeirra rödd og sýn á framtíðina eru leiðarljós sem munu tryggja að norræna samstaðan haldi áfram að styrkjast og að grunnstoðir samfélaga okkar verði öruggar fyrir komandi kynslóðir. Á Norðurlandaráðsþingi ungs fólks sem fram fór um helgina komu saman ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og samþykktu tillögur sem fjölluðu meðal annars um öryggis- og varnarmál, umhverfismál, sjálfbærni og eflingu norræns samstarfs. Það er augljóst að ungt fólk brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og sýnir þannig vilja til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Áhugi þeirra og eldmóður spannar breitt svið sem endurspeglar þau helstu málefni sem standa Norðurlöndunum næst. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt aðkomu að og fengið að kynnast starfi Norðurlandaráðs ungs fólks á þessu starfsári mínu sem forseti Norðurlandaráðs. Það er auðvelt að finna von og kraft þegar ungt fólk leiðir samtalið. Á þessum síðustu dögum í mínu embætti sem forseti Norðurlandaráðs mun ég standa þétt að baki því að tryggja að rödd ungs fólks fái að heyrast hátt og skýrt – því þau munu móta Norðurlönd framtíðarinnar með hugsjón og dugnaði. Saman getum við skapað sterka og bjarta framtíð fyrir norræn samfélög með því að hlúa að sameiginlegum gildum og virkja kraft unga fólksins í hverju skrefi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun