Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar 29. október 2024 11:32 Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Fíkn Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun