Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:01 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt eftir rúmar tvær vikur. @mati.lorenzi Faðir hinnar nítján ára gömlu Matilde Lorenzi hefur tjáð sig um fráfall dóttur sinnar en ítalska skíðakonan lést eftir fall á æfingu eins og kom fram á Vísi í gær. Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024 Skíðaíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Sjá meira
Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024
Skíðaíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Sjá meira