Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 21:58 Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig í aðgerðum lögreglu á mótmælunum 31. maí. vísir/ívar fannar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“. Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“.
Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42