Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu. Í Heimildinni á dögunum segir Hallgrímur reyndar sjálfur að hann sé ekki góður í að ræða efnahagsmál hverskonar. En hann segir í sama viðtali að hann hafi meiri skilning og sé jafnvel mjög góður í að ræða réttlæti. Gott og vel. „Hættur af öðrum menningarheimum“ Það var svo á föstudagskvöld sem Hallgrímur hringaði sig á sófann í spjallþætti Gísla Marteins á RÚV og sagði glaðhlakkalega að forsætisráðherra „gæti bara ekki talað svona!“. Rithöfundurinn var þar að vísa í viðtal sem forsætisráðherra hafði farið í nokkrum dögum áður í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. En hvað var það í viðtalinu sem forsætisráðherra mátti ekki segja, að mati Hallgríms? Í innblásnum mónólóg rithöfundarins í appelsínugula sófanum var Bjarna Benediktssyni meðal annars gert að sök að tala um hættur af öðrum menningarheimum. Skoðum það nánar. Í viðtalinu ræðir Bjarni um kostnaðinn af verndarkerfinu sem fór í fyrra yfir 20 milljarða. Bjarni nefnir í því kostnaðarsamhengi að innviðir okkar ráði ekki við svo mikinn fjölda umsókna og þá sér í lagi frá fólki sem kemur úr öðrum menningarheimi, með erfiðari menningarlega aðlögun með erfiðari tungumál sem einfaldlega kallar á umfangsmeiri lausnir. Síðar í viðtalinu nefnir forsætisráðherra svo vissulega að slysin séu til að varast þau til að halda í þau gildi sem hafa gert Norðurlöndin að mestu mannréttindasamfélögum í heimi. Hann nefnir dapurleg dæmi um að börn hafi neitað að taka í höndina á kvenkyns kennara. Dæmi sem undirrituð giskar á að velflestum Íslendingum finnist þess virði að vera vakandi gagnvart, líka eflaust Hallgrími Helgasyni, og undirstrikar einmitt mikilvægi þess að vanda til verka í þessum málum. Hallgrímur nefndi enda í engu þetta samhengi í orðum Bjarna heldur gefur honum þvert á móti að sök að tala ekki af virðingu um fólk sem kemur hingað til að starfa við að byggja hús. Í viðtalinu er af og frá að forsætisráðherra hafi gerst sekur um nokkuð slíkt heldur segir hann þvert á móti að sú fólksfjölgun sem stafi af ásókn í slík störf, mestmegnis af EES svæðinu, hafi ekki skapað mikil vandamál. Í sófanum varpaði Hallgrímur einnig fram spurningu nokkuð kotroskinn um hvort fólk þyrfti að vera hrætt við mat frá öðrum menningarheimum. Svarið við því er auðvitað nei og út í hött að smætta og afbaka þessa umræðu á þennan hátt. Aftur á móti stafar hætta af því að setja kíkinn fyrir blinda augað gagnvart þeim áskorunum, til að mynda í skólakerfinu, sem fylgja því að fólki sem býr hér á landi hefur fjölgað gríðarlega mikið undanfarin ár langt umfram aðrar Evrópuþjóðir. Hallgrími væri ef til vill nær að beina sínum rómaða orðaflaumi í að ræða þessi mál málefnalega og/eða uppbyggilega. Í lok sófaræðunnar klykkti Hallgrímur svo út með að segja hátt og snjallt að það sé ekkert „útlendingavandamál“ til staðar á Íslandi og eina „útlendingavandamálið“ sé bara hjá þessum „pólitíkusum með einhver ömurleg komment eins og þessi“. Í ljósi þessara lokaorða er rétt að nefna að Bjarni talaði aldrei um útlendingavandamál. Það liggur fyrir að frá orði til orðs sagði Bjarni í raun ekkert af því sem heiftúðugur Hallgrímur í sófanum brigslaði honum um að segja. Í besta falli var þarna um að ræða verulega afbakaða túlkun Hallgríms og hans hugarheims á orðum forsætisráðherrans. Réttlætiskennd Í blaðaviðtali nokkrum árum eftir mótmæli Hallgríms gegn Geir Haarde sagðist rithöfundurinn hafa fengið sína pólitísku fullnægingu þegar hann barði bílinn. Hvort sófastund liðinnar viku hafi veitt rithöfundinum viðlíka unað veit ég ekki en hún vekur upp spurningar um réttlætið sem Hallgrímur segist sjálfur vera svo góður í. Í því samhengi er réttmætt að spyrja réttlætissérfræðinga landsins, rithöfundinn og aðra; Eru ýkjur og bjögun á staðreyndum nátengdar lygum? Skiptir sannleikur máli í lýðræðislegri umræðu og geta falsfréttir og lygar grafið undan lýðræðinu? Skiptir lýðræði máli til að stuðla að réttlæti? Eða þegar öllu er á botninn hvolft, er hægt að tala um réttlæti ef sannleikurinn er aukaatriði í þeirri umræðu? Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu. Í Heimildinni á dögunum segir Hallgrímur reyndar sjálfur að hann sé ekki góður í að ræða efnahagsmál hverskonar. En hann segir í sama viðtali að hann hafi meiri skilning og sé jafnvel mjög góður í að ræða réttlæti. Gott og vel. „Hættur af öðrum menningarheimum“ Það var svo á föstudagskvöld sem Hallgrímur hringaði sig á sófann í spjallþætti Gísla Marteins á RÚV og sagði glaðhlakkalega að forsætisráðherra „gæti bara ekki talað svona!“. Rithöfundurinn var þar að vísa í viðtal sem forsætisráðherra hafði farið í nokkrum dögum áður í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. En hvað var það í viðtalinu sem forsætisráðherra mátti ekki segja, að mati Hallgríms? Í innblásnum mónólóg rithöfundarins í appelsínugula sófanum var Bjarna Benediktssyni meðal annars gert að sök að tala um hættur af öðrum menningarheimum. Skoðum það nánar. Í viðtalinu ræðir Bjarni um kostnaðinn af verndarkerfinu sem fór í fyrra yfir 20 milljarða. Bjarni nefnir í því kostnaðarsamhengi að innviðir okkar ráði ekki við svo mikinn fjölda umsókna og þá sér í lagi frá fólki sem kemur úr öðrum menningarheimi, með erfiðari menningarlega aðlögun með erfiðari tungumál sem einfaldlega kallar á umfangsmeiri lausnir. Síðar í viðtalinu nefnir forsætisráðherra svo vissulega að slysin séu til að varast þau til að halda í þau gildi sem hafa gert Norðurlöndin að mestu mannréttindasamfélögum í heimi. Hann nefnir dapurleg dæmi um að börn hafi neitað að taka í höndina á kvenkyns kennara. Dæmi sem undirrituð giskar á að velflestum Íslendingum finnist þess virði að vera vakandi gagnvart, líka eflaust Hallgrími Helgasyni, og undirstrikar einmitt mikilvægi þess að vanda til verka í þessum málum. Hallgrímur nefndi enda í engu þetta samhengi í orðum Bjarna heldur gefur honum þvert á móti að sök að tala ekki af virðingu um fólk sem kemur hingað til að starfa við að byggja hús. Í viðtalinu er af og frá að forsætisráðherra hafi gerst sekur um nokkuð slíkt heldur segir hann þvert á móti að sú fólksfjölgun sem stafi af ásókn í slík störf, mestmegnis af EES svæðinu, hafi ekki skapað mikil vandamál. Í sófanum varpaði Hallgrímur einnig fram spurningu nokkuð kotroskinn um hvort fólk þyrfti að vera hrætt við mat frá öðrum menningarheimum. Svarið við því er auðvitað nei og út í hött að smætta og afbaka þessa umræðu á þennan hátt. Aftur á móti stafar hætta af því að setja kíkinn fyrir blinda augað gagnvart þeim áskorunum, til að mynda í skólakerfinu, sem fylgja því að fólki sem býr hér á landi hefur fjölgað gríðarlega mikið undanfarin ár langt umfram aðrar Evrópuþjóðir. Hallgrími væri ef til vill nær að beina sínum rómaða orðaflaumi í að ræða þessi mál málefnalega og/eða uppbyggilega. Í lok sófaræðunnar klykkti Hallgrímur svo út með að segja hátt og snjallt að það sé ekkert „útlendingavandamál“ til staðar á Íslandi og eina „útlendingavandamálið“ sé bara hjá þessum „pólitíkusum með einhver ömurleg komment eins og þessi“. Í ljósi þessara lokaorða er rétt að nefna að Bjarni talaði aldrei um útlendingavandamál. Það liggur fyrir að frá orði til orðs sagði Bjarni í raun ekkert af því sem heiftúðugur Hallgrímur í sófanum brigslaði honum um að segja. Í besta falli var þarna um að ræða verulega afbakaða túlkun Hallgríms og hans hugarheims á orðum forsætisráðherrans. Réttlætiskennd Í blaðaviðtali nokkrum árum eftir mótmæli Hallgríms gegn Geir Haarde sagðist rithöfundurinn hafa fengið sína pólitísku fullnægingu þegar hann barði bílinn. Hvort sófastund liðinnar viku hafi veitt rithöfundinum viðlíka unað veit ég ekki en hún vekur upp spurningar um réttlætið sem Hallgrímur segist sjálfur vera svo góður í. Í því samhengi er réttmætt að spyrja réttlætissérfræðinga landsins, rithöfundinn og aðra; Eru ýkjur og bjögun á staðreyndum nátengdar lygum? Skiptir sannleikur máli í lýðræðislegri umræðu og geta falsfréttir og lygar grafið undan lýðræðinu? Skiptir lýðræði máli til að stuðla að réttlæti? Eða þegar öllu er á botninn hvolft, er hægt að tala um réttlæti ef sannleikurinn er aukaatriði í þeirri umræðu? Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun