Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2024 12:00 Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun