Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2024 12:00 Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun