Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 17:02 „Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun