Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 17:02 „Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
„Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei "hann missti af því" því hann er í banni á skýlinu og engin til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lýtur hroðalega út, mjög illa farin og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur........." Þetta skrifaði ég í lokuðum hóp á Facebook þann 10 des 2023 daginn eftir að við vorum með mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, enduðum við mótmælin með táknrænum gjörning þar sem við lögðum rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð. Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum. Sem betur fer fékk sonur minn tækifæri, hann komst inn á Vog 11 des og núna 11 mánuðum seinna færði hann mér málað mynd af fallegri rós. Ég var með honum í gær í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, knúsandi afa tvíburastrákana sína, svo hamingjusaman að sú gamla komst nú bara við. En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata. En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr. Höfum við efni á þessu, einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma. Hvað ætla þessi ellefu flokkar sem eru í framboði núna að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing? Úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir. Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Ragna Gestsdóttir birti þetta á DV Mánudaginn 8. janúar 2024 13:30 „Ég vil ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins“ Höfundur er tilvonandi kjósandi.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar