Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 6. nóvember 2024 07:01 Móðir mín hefði getað átt allavega ein jól í viðbót með mér og fjölskyldunni en hún komst ekki að hjá læknum fyrr en það var of seint. Krabbameinið hafði dreifst það mikið og verkirnir komnir yfir tíu. Hún gat ekki einu sinni farið í aðgerð. Krabbameinið var farið að sjást á húðinni. Þetta ljóta illgresi sem svo margir glíma við í dag. En ef við snúum okkur að heilbrigðiskerfinu í heild. Í dag ríkir neyðarástand á geðdeildum á Íslandi og öllum öðrum deildum heilbrigðiskerfisins. Það eru lítil sem engin pláss fyrir fólk á geðdeildum og stundum er fólki á öðrum deildum spítala komið fyrir á göngum spítalans tímabundið vegna plássleysis sem er óafsakanlegt. Þetta hef ég séð sjálfur. Fólk sem er andlega veikt er beinlínis vísað frá geðdeildum aftur og aftur sem endar oft því miður mjög sorglega fyrir einstaklinga og fjölskyldur með sjálfsvígum eða harðri baráttu heima fyrir þar sem geðsjúkómurinn versnar bara og versnar. Og fjölskyldan sjálf fer í hlutverk geðlækna og hjúkrunarkvenna. Við höfum öll séð sjálfsmorðin á geðdeildunum sjálfum í fréttum. Ástandið er hrikalegt og óþarfi að skafa af því. Ímyndið ykkur þá sjálfsmorðin utan geðdeilda. Einnig eru dæmi um þegar kemur að greiningu á ADHD á börnum og fullorðnum að það þurfi að bíða í ár eða lengur eftir ADHD greiningu. Það er sagt að við getum ekki skilið hlutina nema að ganga í gegnum þá sjálf. Og það er alveg rétt. Þar af leiðandi getur enginn læknir skilið fíknisjúkdóm eða geðsjúkdóm nema á yfirborðinu, nema hann hafi sjálfur þá sjúkdóma. Þeir geta skilið eitthvað út frá lestri bóka í háskóla og samskipta sinna við sjúklinga sína í gegnum ævina en aldrei nægilega mikið né djúpt til að skilja sálarkvöl og raunverulegt hugarástand manneskjunnar. Það eru miklir fordómar hjá læknum gegn fólki með geðsjúkdóma og fíknisjúkdóm og þeir virðast eiga auðvelt með að vísa þessu fólki frá. Það er eins og þeir reyni ekki einu sinni lengur að skilja þegar manneskjan kallar á hjálp né sér maður einhverja samúð hjá þeim. Þeir skilja bara hlutina á yfirborðinu og í raun reyna þeir ekki neitt. Kannski hafa þeir bara gefist upp út af því hvernig heilbrigðiskerfið er orðið. Það er skortur á bæði fólki og plássi á öllum stöðum. Þetta er mjög sorglegt og kalt ástand. En sem betur fer eru til læknar sem eru andstæðan við þessa lækna og við getum verið þakklát fyrir þá þótt þeir séu fáir. Og þá er ég að mestu að tala um heimilislækna sem reyna að meðhöndla ástand sjúklingsins vegna þess að enginn annar sérfræðingur getur hjálpað honum. Tilvísunum heimilislækna til sérfræðinga er einfaldlega vísað frá í alltof mörgum tilvikum. Ég hef séð lækna koma hræðilega fram við fíkla og fólk með geðsjúkdóma. Það er svo sorglegt að sjá með sumt fólk þegar það fær vald yfir öðrum á sama hvaða vettvangi það er hvernig það misnotar vald sitt út frá sínum eigin viðhorfum eða einfaldlega vonsku. Eða af einhverjum öðrum ástæðum. Þið vitið öll hvað ég er að meina og hafið líklega lent í svona aðstæðum sjálf einhverntímann í lífinu. Kannski hegða þeir sér svona vegna álags, þreytu og uppgjafar í stað narsisisma. En það afsakar samt ekki andlegt ofbeldi gegn minnihlutahópum og þetta þarf að skoða vel og laga sem fyrst. Ég vildi bara aðeins koma inn á þetta til að vekja athygli á þessu því allt of margir láta lífið vegna þess hvernig heilbrigðiskerfið okkar er. Allavega einn á viku samkvæmt upplýsingum frá Ísland.is og fer hækkandi. Hversu oft hafa alþingismenn sagt að þeir ætli að laga heilbrigðiskerfið? Það vantar lækna, hjúkrunarkonur og fleiri pláss fyrir sjúklinga. Læknar og hjúkrunarkonur eiga betur skilið og eiga ekki að leggja á sig tvöfalt eða þrefalt vinnu álag vegna aðgerðarleysi stjórnvalda. Það þarf gjörsamlega að taka til í heilbrigðiskerfinu á þann hátt að við verðum að horfa á það sem það er með raunverulegum augum. Heilbrigðiskerfið er einfaldlega rústir miðað við hvernig það gæti verið. Eins og ég sagði í upphafi að þá hefði móðir mín getað átt allavega ein jól í viðbót með mér og fjölskyldunni en hún komst ekki að hjá læknum fyrr en það var of seint. Krabbameinið hafði dreifst það mikið og verkirnir komnir yfir tíu. Hún gat ekki farið einu sinni í aðgerð. Krabbameinið var farið að sjást á húðinni. Þetta ljóta illgresi sem svo margir glíma við. Hvað eigum við að gera? Er þetta ekki velferðarríki? Eða er það bara hugmynd? Fölsk ímynd af þjóðfélaginu? Stjórnleysi? Ég spyr. Ég kenni ekki læknum né hjúkrunarkonum um neitt af þessu svo það sé algjörlega skýrt. Ég kenni stjórnvöldum um þetta alfarið. Þeir eiga sökina. Ekki góða fólkið sem hlúir að okkur dauðþreytt alla daga vegna álags. Vegna aukavakta því það vantar fólk. Svo endar það náttúrulega með því að þetta góða fólk gefst bara upp og hlutirnir halda áfram að versna. Ég skil þau bara mæta vel. Ekki gæti ég hugsað mér að vinna svona til lengdar. Bara alls ekki. Nú er að koma að kosningum. Ætlum við að kjósa sömu flokkana aftur sem hafa viðhaldið þessari stöðu sem árum skiptir? Þetta eru bara hugleiðingar mínar um staðreyndir þegar kemur að heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Hvað ætlar þú að kjósa? Hefur þú hugleitt það vel og skynsamlega? Er ekki komin tími á breytingar? Það verða varla breytingar með því að kjósa það sama aftur og aftur. Ég persónulega hef trú á Flokki fólksins. Ég hef trú á Ingu Sæland. Ég vildi óska að Íslendingar gæfu þeim atkvæði sitt og leyfðu þeim að sína hvað í þeim býr. Heilbrigðiskerfið er bara mjög alvarlegt vandamál sem hefur staðið yfir of lengi. Ég hef þá trú að ef Flokkur fólksins fær mjög góða kosningu þá geta þeir breytt hlutunum og snúið þeim til hins betra og það tiltölulega fljótt vegna krafts og vilja fólksins í flokknum til að vinna fyrir þig. Til að vinna fyrir okkur. Ekki hafa hinir flokkarnir gert það. Endilega gefðu Flokki fólksins eitt kjörtímabil til að sýna þér og sanna hvað í þeim býr. Við þurfum ekki að vera föst í sama vítahringnum aftur og aftur. Við getum losnað úr myrkrinu og byggt upp betra samfélag með betri ákvörðunartökum og lausnum af rétta fólkinu. Gefum Flokki fólksins tækifæri til að breyta samfélaginu á Íslandi. Við höfum ekkert að tapa. Allt að vinna. ALLT. Þessi grein er skrifuð í minningu móður minnar sem átti betra skilið bæði frá heilbrigðiskerfinu og stjórnvöldum. Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Móðir mín hefði getað átt allavega ein jól í viðbót með mér og fjölskyldunni en hún komst ekki að hjá læknum fyrr en það var of seint. Krabbameinið hafði dreifst það mikið og verkirnir komnir yfir tíu. Hún gat ekki einu sinni farið í aðgerð. Krabbameinið var farið að sjást á húðinni. Þetta ljóta illgresi sem svo margir glíma við í dag. En ef við snúum okkur að heilbrigðiskerfinu í heild. Í dag ríkir neyðarástand á geðdeildum á Íslandi og öllum öðrum deildum heilbrigðiskerfisins. Það eru lítil sem engin pláss fyrir fólk á geðdeildum og stundum er fólki á öðrum deildum spítala komið fyrir á göngum spítalans tímabundið vegna plássleysis sem er óafsakanlegt. Þetta hef ég séð sjálfur. Fólk sem er andlega veikt er beinlínis vísað frá geðdeildum aftur og aftur sem endar oft því miður mjög sorglega fyrir einstaklinga og fjölskyldur með sjálfsvígum eða harðri baráttu heima fyrir þar sem geðsjúkómurinn versnar bara og versnar. Og fjölskyldan sjálf fer í hlutverk geðlækna og hjúkrunarkvenna. Við höfum öll séð sjálfsmorðin á geðdeildunum sjálfum í fréttum. Ástandið er hrikalegt og óþarfi að skafa af því. Ímyndið ykkur þá sjálfsmorðin utan geðdeilda. Einnig eru dæmi um þegar kemur að greiningu á ADHD á börnum og fullorðnum að það þurfi að bíða í ár eða lengur eftir ADHD greiningu. Það er sagt að við getum ekki skilið hlutina nema að ganga í gegnum þá sjálf. Og það er alveg rétt. Þar af leiðandi getur enginn læknir skilið fíknisjúkdóm eða geðsjúkdóm nema á yfirborðinu, nema hann hafi sjálfur þá sjúkdóma. Þeir geta skilið eitthvað út frá lestri bóka í háskóla og samskipta sinna við sjúklinga sína í gegnum ævina en aldrei nægilega mikið né djúpt til að skilja sálarkvöl og raunverulegt hugarástand manneskjunnar. Það eru miklir fordómar hjá læknum gegn fólki með geðsjúkdóma og fíknisjúkdóm og þeir virðast eiga auðvelt með að vísa þessu fólki frá. Það er eins og þeir reyni ekki einu sinni lengur að skilja þegar manneskjan kallar á hjálp né sér maður einhverja samúð hjá þeim. Þeir skilja bara hlutina á yfirborðinu og í raun reyna þeir ekki neitt. Kannski hafa þeir bara gefist upp út af því hvernig heilbrigðiskerfið er orðið. Það er skortur á bæði fólki og plássi á öllum stöðum. Þetta er mjög sorglegt og kalt ástand. En sem betur fer eru til læknar sem eru andstæðan við þessa lækna og við getum verið þakklát fyrir þá þótt þeir séu fáir. Og þá er ég að mestu að tala um heimilislækna sem reyna að meðhöndla ástand sjúklingsins vegna þess að enginn annar sérfræðingur getur hjálpað honum. Tilvísunum heimilislækna til sérfræðinga er einfaldlega vísað frá í alltof mörgum tilvikum. Ég hef séð lækna koma hræðilega fram við fíkla og fólk með geðsjúkdóma. Það er svo sorglegt að sjá með sumt fólk þegar það fær vald yfir öðrum á sama hvaða vettvangi það er hvernig það misnotar vald sitt út frá sínum eigin viðhorfum eða einfaldlega vonsku. Eða af einhverjum öðrum ástæðum. Þið vitið öll hvað ég er að meina og hafið líklega lent í svona aðstæðum sjálf einhverntímann í lífinu. Kannski hegða þeir sér svona vegna álags, þreytu og uppgjafar í stað narsisisma. En það afsakar samt ekki andlegt ofbeldi gegn minnihlutahópum og þetta þarf að skoða vel og laga sem fyrst. Ég vildi bara aðeins koma inn á þetta til að vekja athygli á þessu því allt of margir láta lífið vegna þess hvernig heilbrigðiskerfið okkar er. Allavega einn á viku samkvæmt upplýsingum frá Ísland.is og fer hækkandi. Hversu oft hafa alþingismenn sagt að þeir ætli að laga heilbrigðiskerfið? Það vantar lækna, hjúkrunarkonur og fleiri pláss fyrir sjúklinga. Læknar og hjúkrunarkonur eiga betur skilið og eiga ekki að leggja á sig tvöfalt eða þrefalt vinnu álag vegna aðgerðarleysi stjórnvalda. Það þarf gjörsamlega að taka til í heilbrigðiskerfinu á þann hátt að við verðum að horfa á það sem það er með raunverulegum augum. Heilbrigðiskerfið er einfaldlega rústir miðað við hvernig það gæti verið. Eins og ég sagði í upphafi að þá hefði móðir mín getað átt allavega ein jól í viðbót með mér og fjölskyldunni en hún komst ekki að hjá læknum fyrr en það var of seint. Krabbameinið hafði dreifst það mikið og verkirnir komnir yfir tíu. Hún gat ekki farið einu sinni í aðgerð. Krabbameinið var farið að sjást á húðinni. Þetta ljóta illgresi sem svo margir glíma við. Hvað eigum við að gera? Er þetta ekki velferðarríki? Eða er það bara hugmynd? Fölsk ímynd af þjóðfélaginu? Stjórnleysi? Ég spyr. Ég kenni ekki læknum né hjúkrunarkonum um neitt af þessu svo það sé algjörlega skýrt. Ég kenni stjórnvöldum um þetta alfarið. Þeir eiga sökina. Ekki góða fólkið sem hlúir að okkur dauðþreytt alla daga vegna álags. Vegna aukavakta því það vantar fólk. Svo endar það náttúrulega með því að þetta góða fólk gefst bara upp og hlutirnir halda áfram að versna. Ég skil þau bara mæta vel. Ekki gæti ég hugsað mér að vinna svona til lengdar. Bara alls ekki. Nú er að koma að kosningum. Ætlum við að kjósa sömu flokkana aftur sem hafa viðhaldið þessari stöðu sem árum skiptir? Þetta eru bara hugleiðingar mínar um staðreyndir þegar kemur að heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Hvað ætlar þú að kjósa? Hefur þú hugleitt það vel og skynsamlega? Er ekki komin tími á breytingar? Það verða varla breytingar með því að kjósa það sama aftur og aftur. Ég persónulega hef trú á Flokki fólksins. Ég hef trú á Ingu Sæland. Ég vildi óska að Íslendingar gæfu þeim atkvæði sitt og leyfðu þeim að sína hvað í þeim býr. Heilbrigðiskerfið er bara mjög alvarlegt vandamál sem hefur staðið yfir of lengi. Ég hef þá trú að ef Flokkur fólksins fær mjög góða kosningu þá geta þeir breytt hlutunum og snúið þeim til hins betra og það tiltölulega fljótt vegna krafts og vilja fólksins í flokknum til að vinna fyrir þig. Til að vinna fyrir okkur. Ekki hafa hinir flokkarnir gert það. Endilega gefðu Flokki fólksins eitt kjörtímabil til að sýna þér og sanna hvað í þeim býr. Við þurfum ekki að vera föst í sama vítahringnum aftur og aftur. Við getum losnað úr myrkrinu og byggt upp betra samfélag með betri ákvörðunartökum og lausnum af rétta fólkinu. Gefum Flokki fólksins tækifæri til að breyta samfélaginu á Íslandi. Við höfum ekkert að tapa. Allt að vinna. ALLT. Þessi grein er skrifuð í minningu móður minnar sem átti betra skilið bæði frá heilbrigðiskerfinu og stjórnvöldum. Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar