Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2024 11:09 Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RNSA Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira