Skoðun

Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin

Karen Ósk Björnsdóttir skrifar

Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina?

Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar?

Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis.

Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann.

Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita.

Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar?

Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli?

Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar.

Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei.

Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett.

Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi.

Era-t maður alls vesall, 

þátt hann sé illa heill:

Sumur er af sonum sæll,

sumur af frændum,

sumur af fé ærnu,

sumur af verkum vel.

Deyr fé,

deyja frændur,

deyr sjálfur ið sama.

Eg veit einn

að aldrei deyr:

dómur um dauðan hvern.

Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×