Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar