Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. nóvember 2024 07:46 Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn. Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni þá munum við efla fiskstofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást, og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt. Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins, að handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Það er ekki flóknara en það. Við verðum að bera virðingu fyrir hinum brothættu sjávarbyggðum hringinn í kringum landið sem byggja tilvist sína á nálægð við fiskimiðin og fjölbreyttum hópi strandveiðimanna. Án sjávarbyggða landsins er Ísland fátækara samfélag og án strandveiðimanna og smáútgerða þeirra sem eru ein grunnstoðum þessara byggða. Við viljum að stjórnvöld viðurkenni það arðrán sem hefur átt sér stað í litlum sjávarplássum sem eiga mörg hver í dag í vök að verjast. Þessi litlu samfélög, sem hafa reitt sig á sjóinn öldum saman og tilvera þeirra byggist á, hafa þurft að horfa upp á að undirstöðu byggðanna hefur verið kippt undan þeim. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim. Það er sárara en tárum taki að þurfa að horfa upp á hvernig sérfræðingar að sunnan, sem telja sig vita allt betur en sjómenn og heimamenn, hafa með ráðgjöf sinni og reglusetningu vegið hart að áður blómlegum sjávarbyggðum. Eitt er það sem við vitum öll. Krókaveiði strandveiðibáta mun aldrei ógna fiskistofnum og lífríkinu í kringum landið. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Í lagi er að koma með stækkandi vélarafl og skrapa hér botninn, eyðileggja kóralana og lífríki sjávarbotns án gagnrýni sérfræðinga. En svo þegar strandveiðibátar fara í dagróður með króka og er öllu skellt í lás um mitt sumar. Furðulegt er hvernig í stjórnvöldum dettur í hug að ráðast svona að strandveiðimönnum sem flestallir búa einmitt í þessum litlu sjávarbyggðum. Það er ósanngjarnt, það er óréttlátt, það er óskilvirkt og það er eiginlega til háborinnar skammar hvernig komið er fram við þessa atvinnugrein. Það getur vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að á hverju einasta sumri skuli í rauninni vera slengt gjörsamlega í lás hjá atvinnugrein strandveiðisjómanna, sem óumdeilt hefur reynst mikil lyftistöng fyrir hinar brothættu sjávarbyggðir. Gefum frjálsar handfæraveiðar. Það myndi skipta gríðarlega miklu máli og það myndi gjörbreyta starfsumhverfi og lífinu í sjárvarbyggðunum, oft litlum sjávarplássum sem eiga í vök að verjast. Höfundur er þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn. Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni þá munum við efla fiskstofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást, og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt. Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins, að handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Það er ekki flóknara en það. Við verðum að bera virðingu fyrir hinum brothættu sjávarbyggðum hringinn í kringum landið sem byggja tilvist sína á nálægð við fiskimiðin og fjölbreyttum hópi strandveiðimanna. Án sjávarbyggða landsins er Ísland fátækara samfélag og án strandveiðimanna og smáútgerða þeirra sem eru ein grunnstoðum þessara byggða. Við viljum að stjórnvöld viðurkenni það arðrán sem hefur átt sér stað í litlum sjávarplássum sem eiga mörg hver í dag í vök að verjast. Þessi litlu samfélög, sem hafa reitt sig á sjóinn öldum saman og tilvera þeirra byggist á, hafa þurft að horfa upp á að undirstöðu byggðanna hefur verið kippt undan þeim. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim. Það er sárara en tárum taki að þurfa að horfa upp á hvernig sérfræðingar að sunnan, sem telja sig vita allt betur en sjómenn og heimamenn, hafa með ráðgjöf sinni og reglusetningu vegið hart að áður blómlegum sjávarbyggðum. Eitt er það sem við vitum öll. Krókaveiði strandveiðibáta mun aldrei ógna fiskistofnum og lífríkinu í kringum landið. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Í lagi er að koma með stækkandi vélarafl og skrapa hér botninn, eyðileggja kóralana og lífríki sjávarbotns án gagnrýni sérfræðinga. En svo þegar strandveiðibátar fara í dagróður með króka og er öllu skellt í lás um mitt sumar. Furðulegt er hvernig í stjórnvöldum dettur í hug að ráðast svona að strandveiðimönnum sem flestallir búa einmitt í þessum litlu sjávarbyggðum. Það er ósanngjarnt, það er óréttlátt, það er óskilvirkt og það er eiginlega til háborinnar skammar hvernig komið er fram við þessa atvinnugrein. Það getur vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að á hverju einasta sumri skuli í rauninni vera slengt gjörsamlega í lás hjá atvinnugrein strandveiðisjómanna, sem óumdeilt hefur reynst mikil lyftistöng fyrir hinar brothættu sjávarbyggðir. Gefum frjálsar handfæraveiðar. Það myndi skipta gríðarlega miklu máli og það myndi gjörbreyta starfsumhverfi og lífinu í sjárvarbyggðunum, oft litlum sjávarplássum sem eiga í vök að verjast. Höfundur er þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar