Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 10:16 Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Tryggingar Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun