Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:15 Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun