Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 9. nóvember 2024 10:31 Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna. Þar eru leikskólakennarar lykilpersónur. Leikskólakennarar eru nefnilega sérfræðingar í uppeldi- og menntun barna. Þeir hafa í sínu fimm ára námi lært margvíslegar aðferðir og leiðir til að efla og styrkja margþættan þroska barna í gegn um leik og skapandi starf þar sem áhugi barna er leiðarljósið. Það er ekkert einfalt við það þegar litið er á börn sem ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og áhugamál eins og gert er í leikskólum. Þar er umhverfi og aðbúnaður skipulagður með þarfir barna í huga sem og aðferðir og leiðir sem hæfa hverju barni sem mest og best. Leikskólar eru gríðarlega mikilvægt jöfnunartæki. Þar er börnum með mismunandi félagslegan bakgrunn, börnum sem eiga íslensku sem annað mál, börnum sem eru með stoðþarfir og svo mætti áfram telja mætt á eigin forsendum. Alltaf er markmiðið að styðja við alhliða þroska og líðan svo þau upplifi sig sem hluta af hópi, að þau tilheyri og finni sig í samfélagi sem tekur örum breytingum. Leikskólar eru einnig afar mikilvægir fyrir fjölskylduvænt samfélag og jafnrétti. Þeir sjá til þess að foreldrar geti reitt sig á úrvals aðstæður barna sinna meðan þeir sjálfir sinna námi og störfum. Í erli dagsins viti þau af þeim á þroskandi stað umvafin hlýju og nærandi umhverfi góðs fagfólks. Leikskólar gera þannig foreldrum kleift að vinna úti eða vera í námi og það er gríðarlega mikilvægt kvenfrelsismál. Ég sé það daglega í mínu starfi sem leikskólastýra hve mikilvæg starfsemi leikskóla er. Foreldrar gera að sjálfsögðu kröfur á starfsemi leikskóla og það gerir starfsfólkið einnig sjálft. Það sýnir ást og umhyggju foreldra til handa barna sinna hve umhugað þeim er um starfsemi leikskóla og þá sýn að aðeins það besta sé nógu gott. Um leið skín áhugi og vilji starfsfólks í gegn um allt starf leikskólans sem stöðugt vinnur við að gera hann að mögnuðum, áhugaverðum, skemmtilegum ævintýrastað þar sem öll börn fái notið bernsku sinnar eins og best verður á kosið. Saman gerum við öll; börn, starfsfólk og foreldrar, leikskólann að þeim frábæra sem hann er. Ég er svo lánsöm að búa í sveitarfélagi þar sem fleiri afar góðir leikskólar starfa. Leikskólar sem horft er til þegar rætt er um framúrskarandi skólastarf og þar sem ríkir mikill metnaður og vilji til að gera stöðugt betur. Það er því mikilvægt að sanngjarnir samningar náist í kjaradeilu kennara svo börnin okkar allra fái áfram og enn betur notið góðra uppeldis- og menntaskilyrða innan um fagmenntað starfsfólk sem hlúir að því dýrmætasta sem við eigum. Höfundur er leikskólastýra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna. Þar eru leikskólakennarar lykilpersónur. Leikskólakennarar eru nefnilega sérfræðingar í uppeldi- og menntun barna. Þeir hafa í sínu fimm ára námi lært margvíslegar aðferðir og leiðir til að efla og styrkja margþættan þroska barna í gegn um leik og skapandi starf þar sem áhugi barna er leiðarljósið. Það er ekkert einfalt við það þegar litið er á börn sem ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og áhugamál eins og gert er í leikskólum. Þar er umhverfi og aðbúnaður skipulagður með þarfir barna í huga sem og aðferðir og leiðir sem hæfa hverju barni sem mest og best. Leikskólar eru gríðarlega mikilvægt jöfnunartæki. Þar er börnum með mismunandi félagslegan bakgrunn, börnum sem eiga íslensku sem annað mál, börnum sem eru með stoðþarfir og svo mætti áfram telja mætt á eigin forsendum. Alltaf er markmiðið að styðja við alhliða þroska og líðan svo þau upplifi sig sem hluta af hópi, að þau tilheyri og finni sig í samfélagi sem tekur örum breytingum. Leikskólar eru einnig afar mikilvægir fyrir fjölskylduvænt samfélag og jafnrétti. Þeir sjá til þess að foreldrar geti reitt sig á úrvals aðstæður barna sinna meðan þeir sjálfir sinna námi og störfum. Í erli dagsins viti þau af þeim á þroskandi stað umvafin hlýju og nærandi umhverfi góðs fagfólks. Leikskólar gera þannig foreldrum kleift að vinna úti eða vera í námi og það er gríðarlega mikilvægt kvenfrelsismál. Ég sé það daglega í mínu starfi sem leikskólastýra hve mikilvæg starfsemi leikskóla er. Foreldrar gera að sjálfsögðu kröfur á starfsemi leikskóla og það gerir starfsfólkið einnig sjálft. Það sýnir ást og umhyggju foreldra til handa barna sinna hve umhugað þeim er um starfsemi leikskóla og þá sýn að aðeins það besta sé nógu gott. Um leið skín áhugi og vilji starfsfólks í gegn um allt starf leikskólans sem stöðugt vinnur við að gera hann að mögnuðum, áhugaverðum, skemmtilegum ævintýrastað þar sem öll börn fái notið bernsku sinnar eins og best verður á kosið. Saman gerum við öll; börn, starfsfólk og foreldrar, leikskólann að þeim frábæra sem hann er. Ég er svo lánsöm að búa í sveitarfélagi þar sem fleiri afar góðir leikskólar starfa. Leikskólar sem horft er til þegar rætt er um framúrskarandi skólastarf og þar sem ríkir mikill metnaður og vilji til að gera stöðugt betur. Það er því mikilvægt að sanngjarnir samningar náist í kjaradeilu kennara svo börnin okkar allra fái áfram og enn betur notið góðra uppeldis- og menntaskilyrða innan um fagmenntað starfsfólk sem hlúir að því dýrmætasta sem við eigum. Höfundur er leikskólastýra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun