„Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2024 14:21 Jessica Henson frá Bandaríkjunum bjóst ekki við sigri Trump. Vísir/Einar Demókratar eru þegar farnir að undirbúa næstu lotu þingkosninga í Bandaríkjunum, eftir tvö ár, en útlit er fyrir að Repúblikanar verði í meirihluta í báðum þingdeildum þangað til. Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira