Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 22:40 Antony Blinken á fundi með forsætisráðherra Katar, Mohammed Bin Al Thani. Báðir hafa leikið stórt hlutverk í tilraunum til að ná samkomulagi um vopnahlé á Gasa-svæðinu. getty Ríkisstjórn Katar hefur tilkynnt Bandaríkjamönnum og Ísraelum að ríkið muni hætta hlutverki sínu sem sáttasemjari í deilu Ísraela og Hamas-samtakanna. Telur ríkisstjórnin að viðræður séu til einskis á meðal aðilar séu ekki í góðri trú. Katar hefur um nokkurt skeið verið einskonar hlutlaust svæði innan Mið-Austurlanda þar sem deiluaðilar hafa reynt að miðla málum, ekki bara milli Ísraela og Hamas, heldur einnig í deilum Bandaríkjamanna, Rússa, Talíbana og Írana. Viðræður hafa farið fram í Katar milli deiluaðila á Gasa-svæðinu en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að viðræður muni ekki hefjast fyrr en aðilar „sýni vilja til að semja“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu reynt að knýja á um það, að Hamas-liðar fengju ekki lengur aðsetur í Doha höfuðborg Katar. Í frétt BBC er því fleygt fram að um lokatilraun Biden-stjórnarinnar, til að ná samkomulagi, sé að ræða. Þónokkrir miðlar greindu frá því að Katarar hefðu samþykkt að láta Hamas-liða loka skrifstofum sínum í Doha. Því hafna aftur á móti bæði Hamas og ríkisstjórn Katar. Þeir hafa hins vegar verið alveg skýrir með það að hlutverki ríkisins sem sáttasemjara sé lokið, í bili. „Katar tilkynnti aðilum fyrir tíu dögum síðan, á meðan síðustu viðræður voru í gangi, að ríkið myndi fresta sínum tilraunum til að miðla málum milli Hamas og Ísraels ef ekki væri hægt að ná samkomulagi,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytis. Hamas-liðar höfnuðu síðasta boði um vopnahlé í október, en samtökin hafa ætíð kallað eftir algjöru fráhvarfi ísraelskra hermanna frá Gasa-svæðinu. Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafna samningum. Nokkrum dögum áður en varnarmálaráðherann Yoav Gallant var rekinn úr starfi sakaði hann forsætisráðherrann Netanjahú um að hafna tilboði þvert á tilmæli öryggisráðgjafa. Átök í Ísrael og Palestínu Katar Ísrael Palestína Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Siggi stormur spáir rauðum jólum Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Katar hefur um nokkurt skeið verið einskonar hlutlaust svæði innan Mið-Austurlanda þar sem deiluaðilar hafa reynt að miðla málum, ekki bara milli Ísraela og Hamas, heldur einnig í deilum Bandaríkjamanna, Rússa, Talíbana og Írana. Viðræður hafa farið fram í Katar milli deiluaðila á Gasa-svæðinu en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að viðræður muni ekki hefjast fyrr en aðilar „sýni vilja til að semja“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu reynt að knýja á um það, að Hamas-liðar fengju ekki lengur aðsetur í Doha höfuðborg Katar. Í frétt BBC er því fleygt fram að um lokatilraun Biden-stjórnarinnar, til að ná samkomulagi, sé að ræða. Þónokkrir miðlar greindu frá því að Katarar hefðu samþykkt að láta Hamas-liða loka skrifstofum sínum í Doha. Því hafna aftur á móti bæði Hamas og ríkisstjórn Katar. Þeir hafa hins vegar verið alveg skýrir með það að hlutverki ríkisins sem sáttasemjara sé lokið, í bili. „Katar tilkynnti aðilum fyrir tíu dögum síðan, á meðan síðustu viðræður voru í gangi, að ríkið myndi fresta sínum tilraunum til að miðla málum milli Hamas og Ísraels ef ekki væri hægt að ná samkomulagi,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytis. Hamas-liðar höfnuðu síðasta boði um vopnahlé í október, en samtökin hafa ætíð kallað eftir algjöru fráhvarfi ísraelskra hermanna frá Gasa-svæðinu. Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafna samningum. Nokkrum dögum áður en varnarmálaráðherann Yoav Gallant var rekinn úr starfi sakaði hann forsætisráðherrann Netanjahú um að hafna tilboði þvert á tilmæli öryggisráðgjafa.
Átök í Ísrael og Palestínu Katar Ísrael Palestína Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Siggi stormur spáir rauðum jólum Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Konan sem ekið var á er látin Sjá meira