Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar 10. nóvember 2024 17:01 Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr. aðsend Það sem oft virðist gleymast í þessum stóru ákvörðunum er að slík útgjaldaaukning kemur harðast niður á almenningi. Þegar ríkið eyðir meira, hækkar verðlag, sem þýðir að fólk þarf að borga meira fyrir sömu vörur og þjónustu en áður. Þetta hefur bein áhrif á kaupmáttinn. Hver króna verður minna virði, tekjurnar hætta að duga fyrir almennum útgjöldum og landsmenn þurfa að þynna tómatsósuna til að ná endum saman Stjórnmálamenn réttlæta ríkisútgjöld, í nafni uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og þjónustu, sem styður langtímastefnu um bætt lífskjör. Þá er hægt að spyrja sig, hvernig fer þessi aukning raunverulega fram? Hafa verið tekin nægjanlega skýr og gagnsæ skref til að sýna hvernig fjármunirnir nýtast, eða eru fjárfestingar ríkisins að valda of miklu fjárstreymi sem hækkar vexti og skapar þrýsting á almennt verðlag? Á meðan stjórnendur þjóðarbúsins varpa ábyrgðinni á Seðlabankann, sem reiðir sig á vaxtahækkanir til að hemja verðbólguna, heldur ástandið áfram að versna fyrir þá sem þurfa að standa undir daglegum útgjöldum. Stjórnvöld eru í raun eins og hamstur á hjóli, hlaupa og hlaupa, en miðar ekkert áfram. Þessi hringavitleysa þyngir bagga þjóðarinnar og skaðar lífsskilyrði hennar, frekar en að styðja við almenning. Það er að minnsta kosti tilfinningin. Til að brjótast út úr þessum vítahring verður að endurhugsa efnahagsstefnuna, taka markviss skref til að tryggja sjálfbæra og stöðuga verðbólguþróun. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að stíga fastar til jarðar í eigin útgjöldum og finna leiðir til að nýta skatttekjur skynsamlega án þess að keyra upp verðbólgu. Leggja þarf aukna áherslu á ábyrgð og gagnsæi, þannig að þjóðin sjái hvert peningarnir fara, hvernig þeir nýtast til bættrar þjónustu og nauðsynlegra framkvæmda. Þessi breyting krefst bæði djarfari ákvarðana og staðfestu, til að taka ábyrgð á stöðu mála og knýja fram breytingar. Við þurfum að skilja að fjárhagslegir hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir lífskjörum fólks og stöðugleika hagkerfisins til lengri tíma. Með skynsamari stefnu, minni áhættu og ábyrgari stjórn á ríkisútgjöldum getum við byggt hagkerfi sem vinnur með fólkinu, ekki gegn því. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur & nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur og skipar átjánda sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr. aðsend Það sem oft virðist gleymast í þessum stóru ákvörðunum er að slík útgjaldaaukning kemur harðast niður á almenningi. Þegar ríkið eyðir meira, hækkar verðlag, sem þýðir að fólk þarf að borga meira fyrir sömu vörur og þjónustu en áður. Þetta hefur bein áhrif á kaupmáttinn. Hver króna verður minna virði, tekjurnar hætta að duga fyrir almennum útgjöldum og landsmenn þurfa að þynna tómatsósuna til að ná endum saman Stjórnmálamenn réttlæta ríkisútgjöld, í nafni uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og þjónustu, sem styður langtímastefnu um bætt lífskjör. Þá er hægt að spyrja sig, hvernig fer þessi aukning raunverulega fram? Hafa verið tekin nægjanlega skýr og gagnsæ skref til að sýna hvernig fjármunirnir nýtast, eða eru fjárfestingar ríkisins að valda of miklu fjárstreymi sem hækkar vexti og skapar þrýsting á almennt verðlag? Á meðan stjórnendur þjóðarbúsins varpa ábyrgðinni á Seðlabankann, sem reiðir sig á vaxtahækkanir til að hemja verðbólguna, heldur ástandið áfram að versna fyrir þá sem þurfa að standa undir daglegum útgjöldum. Stjórnvöld eru í raun eins og hamstur á hjóli, hlaupa og hlaupa, en miðar ekkert áfram. Þessi hringavitleysa þyngir bagga þjóðarinnar og skaðar lífsskilyrði hennar, frekar en að styðja við almenning. Það er að minnsta kosti tilfinningin. Til að brjótast út úr þessum vítahring verður að endurhugsa efnahagsstefnuna, taka markviss skref til að tryggja sjálfbæra og stöðuga verðbólguþróun. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að stíga fastar til jarðar í eigin útgjöldum og finna leiðir til að nýta skatttekjur skynsamlega án þess að keyra upp verðbólgu. Leggja þarf aukna áherslu á ábyrgð og gagnsæi, þannig að þjóðin sjái hvert peningarnir fara, hvernig þeir nýtast til bættrar þjónustu og nauðsynlegra framkvæmda. Þessi breyting krefst bæði djarfari ákvarðana og staðfestu, til að taka ábyrgð á stöðu mála og knýja fram breytingar. Við þurfum að skilja að fjárhagslegir hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir lífskjörum fólks og stöðugleika hagkerfisins til lengri tíma. Með skynsamari stefnu, minni áhættu og ábyrgari stjórn á ríkisútgjöldum getum við byggt hagkerfi sem vinnur með fólkinu, ekki gegn því. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur & nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur og skipar átjánda sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun