Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 15. nóvember 2024 17:03 Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar