Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 16. nóvember 2024 23:00 Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Ekki kaupa ESB viðreisnarköttinn í sekknum né miðflokks-miðjumoðsjálkana - sem hafa helst lagt það til málanna á Alþingi Íslendinga að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1929 staðið vörð um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Flokkurinn hefur sýnt þá stefnu skýrt í verkum sínum og mun gera það áfram. Séreignastefnan: Séreignastefnan er hornsteinn í húsnæðisstefnu flokksins og við höfum ávallt lagt áherslu á það skýra markmið að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við hvetjum fólk jafnframt til sparnaðar og eigum skuldlaust heiðurinn af því að hafa komið á séreignasparnaðarkerfi lífeyris sem og því að einstaklingar geti ráðstafað hluta þess sparnaðar inn á húsnæðislán sitt. Það er aðgerð sem hefur komið íbúðareigendum landsins mjög vel og gagnast báðum markmiðum; að styðja við séreignastefnuna og að hvetja til sparnaðar. Lágir skattar Við sjálfstæðismenn höfum trú á að framtak einstaklingsins sé auðlind og viljum að fólk fái að njóta ávaxta eigin verka í sem mestum mæli. Með þeirri leið er auðvelt að sjá tilgang þess að leggja sig allt fram við að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd með það að markmiði að sjá sér og sínum farborða og auka lífsgæði. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt barist fyrir lækkun skatta, einföldu og skýru skattkerfi og einföldun regluverks. ESB? Okkar stefna er skýr varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB en vill sterkan EES-samning enda hefur hann nýst þjóðinni mjög vel. Árið 2009 sótti vinstri stjórnin sem þá stýrði málum um aðild að ESB án þess að hugur fylgdi máli. Orðræðan þá var að kíkt skyldi í pakkann, sjá hvað væri í boði og tíma fjölda fólks og gríðarlegu fjármagni eytt í aðildarviðræður við ESB. En stefna Sjálfstæðisflokksins, þá sem nú, er skýr: Ef maður sækir um aðild að ESB þá er ljóst hvað er í boði, það er ESB. Núna virðist þetta mál vaknað að nýju þar sem Viðreisn, sem nú rís hátt í skoðanakönnunum, hefur þá stefnu að ganga í ESB og hefur lýst yfir að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um hvort „kíkja skuli í pakkann“. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki slíka skógarferð enda er það kalt hagsmunamat að hagsmunum lands og þjóðar er betur borgið utan ESB en innan þess. Þeir sem velta fyrir sér að kjósa flokka sem eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að þröngva Íslandi inn í ESB þurfa að velta fyrir sér afleiðingum inngöngu. Bera þarf saman lífskjör, atvinnuleysistölur, hagvöxt á Íslandi og í Evrópu. Einnig þarf að ræða áhrif þess ef orkuauðlindir þjóðarinnar verða hluti af evrópskum markaði. Í hnotskurn Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Vörumst eftirlíkingar og kjósum alvöru hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjáflstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Ekki kaupa ESB viðreisnarköttinn í sekknum né miðflokks-miðjumoðsjálkana - sem hafa helst lagt það til málanna á Alþingi Íslendinga að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1929 staðið vörð um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Flokkurinn hefur sýnt þá stefnu skýrt í verkum sínum og mun gera það áfram. Séreignastefnan: Séreignastefnan er hornsteinn í húsnæðisstefnu flokksins og við höfum ávallt lagt áherslu á það skýra markmið að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við hvetjum fólk jafnframt til sparnaðar og eigum skuldlaust heiðurinn af því að hafa komið á séreignasparnaðarkerfi lífeyris sem og því að einstaklingar geti ráðstafað hluta þess sparnaðar inn á húsnæðislán sitt. Það er aðgerð sem hefur komið íbúðareigendum landsins mjög vel og gagnast báðum markmiðum; að styðja við séreignastefnuna og að hvetja til sparnaðar. Lágir skattar Við sjálfstæðismenn höfum trú á að framtak einstaklingsins sé auðlind og viljum að fólk fái að njóta ávaxta eigin verka í sem mestum mæli. Með þeirri leið er auðvelt að sjá tilgang þess að leggja sig allt fram við að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd með það að markmiði að sjá sér og sínum farborða og auka lífsgæði. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt barist fyrir lækkun skatta, einföldu og skýru skattkerfi og einföldun regluverks. ESB? Okkar stefna er skýr varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB en vill sterkan EES-samning enda hefur hann nýst þjóðinni mjög vel. Árið 2009 sótti vinstri stjórnin sem þá stýrði málum um aðild að ESB án þess að hugur fylgdi máli. Orðræðan þá var að kíkt skyldi í pakkann, sjá hvað væri í boði og tíma fjölda fólks og gríðarlegu fjármagni eytt í aðildarviðræður við ESB. En stefna Sjálfstæðisflokksins, þá sem nú, er skýr: Ef maður sækir um aðild að ESB þá er ljóst hvað er í boði, það er ESB. Núna virðist þetta mál vaknað að nýju þar sem Viðreisn, sem nú rís hátt í skoðanakönnunum, hefur þá stefnu að ganga í ESB og hefur lýst yfir að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um hvort „kíkja skuli í pakkann“. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki slíka skógarferð enda er það kalt hagsmunamat að hagsmunum lands og þjóðar er betur borgið utan ESB en innan þess. Þeir sem velta fyrir sér að kjósa flokka sem eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að þröngva Íslandi inn í ESB þurfa að velta fyrir sér afleiðingum inngöngu. Bera þarf saman lífskjör, atvinnuleysistölur, hagvöxt á Íslandi og í Evrópu. Einnig þarf að ræða áhrif þess ef orkuauðlindir þjóðarinnar verða hluti af evrópskum markaði. Í hnotskurn Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Vörumst eftirlíkingar og kjósum alvöru hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjáflstæðismanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar