Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar