Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 10:05 Ferskvatnsstaðan hefur rýrnað um það sem nemu rúmmáli Erie-vatns í Norður-Ameríku, ellefta stærsta stöðuvatns jarðar. Vísir/Getty Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell. Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Mælingar GRACE-gervitungla bandarísku og þýsku geimstofnananna benda til þess að frá 2015 til 2023 hafi magn ferskvatns í vötnum, ám og grunnvatnsgeymum verið um 1.200 rúmkílómetrum undir meðaltali áranna 2002 til 2014. Greining alþjóðlegs hóps vísindamanna á gögnum GRACE bendir til þess að ferskvatnsstaðan hafi lækkað skyndilega í maí 2014 og haldist lág síðan. Lækkunin hófst með gríðarlegum þurrki í norðanverðri og miðri Brasilíu en í kjölfarið fylgdu þurrkar í Ástralasíu, Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu og Afríku. Þegar einn áhrifamesti El niño-viðburður 20. aldarinnar hófst árið 2016 breytist veður- og úrkomumynstur um allan heim. Ferksvatnsstaðan náði sér þó ekki eftir að El niño slotaði, að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Surveys in Geophysics og er sagt frá á vef NASA. Teikning af GRACE-gervitungli á braut um jörðu. Þau mæla sveiflur í þyngdarkrafti jarðar sem varpa ljósi á breytingar á vatnsstöðu á yfirborðinu og neðanjarðar.NASA/JPL-Caltech Boðberi þess sem koma skal? Þrátt fyrir að skæðari þurrkar séu ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar leiðir hún einnig til þess að andrúmsloftið geti borið meiri raka. Þannig getur úrkoma orðið ákafari þrátt fyrir að úrkomudögum fækki. Ef langur tími líður á milli rigninga þornar jarðvegur og þéttist þannig að hann tekur síður við vatni þegar loks rignir. „Vandamálið við aftakaúrkomu er að vatnið endar á því að renna af“ í staðinn fyrir að setjast og endurnýja grunnvatnsgeyma, að sögn Michael Bosilovich, veðurfræðings hjá NASA. „Hækkandi hiti eykur bæði uppgufun vatns af yfirborðinu í andrúmsloftið og getu andrúmsloftsins til þess að halda raka sem eyku tíðni og ákafa þurrks,“ segir Bosilovich. Matthew Rodell, vatnafræðing hjá NASA og einum höfunda greinarinnar, grunar að hnattræn hlýnun eigi sinn þátt í viðvarandi lágri ferskvatnsstöðu á jörðinni. Þrettán af þrjátíu verstu þurrkum sem GRACE hefur mælt hafa orðið frá því í janúar 2015. Fyrstu GRACE gervitunglunum var skotið á loft árið 2002. Þá eru níu af síðustu tíu árum þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. „Við teljum ekki að þetta sé tilviljun og þetta gæti verið boðberi þess sem koma skal,“ segir Rodell.
Vísindi Vatn Loftslagsmál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira